R-Rated trailer fyrir The Happening

Töluvert er síðan það kom út trailer fyrir næstu mynd The Sixth Sense leikstjórastjörnunnar M. Night Shyamalan, en hún ber nafnið The Happening og ku vera í stíl við fyrri verk Indverjans. Nú fyrir nokkru komu út tveir restricted trailerar, en það þýðir að þeir eru bannaðir innan 16.

Trailerana er hægt að sjá á undirsíðu myndarinnar á kvikmyndir.is og ég verð hreinlega að mæla með því að þið kíkið á þá því þeir eru virkilega grófir. Þeir sýna betur söguþráð myndarinnar en fyrri trailerar og telja manni trú um að hér sé virkilega trufluð mynd á ferðinni.

Mark Wahlberg og dúllan Zooey Deschanel leika aðalhlutverkin, en myndin fjallar um nokkurskonar heimsendi, þar sem fólk hættir allt í einu að tala, hreyfa sig og það eina sem það vill gera er að fremja sjálfsmorð (!!). Truflað..já…kíkið á trailerinn hér.