Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

The Sixth Sense 1999

Frumsýnd: 15. október 1999

I see dead people

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Malcom Crowe er barnasálfræðingur sem fær verðlaun sama kvöld og hann fær heimsókn frá mjög óánægðum sjúklingi. Eftir þetta, þá tekur Crowe að sér að lækna ungan dreng með sama einkenni og þessi fyrrum sjúklingur. Þessi drengur sér látið fólk. Crowe eyðir miklum tíma með drengnum, Cole, í óþökk eiginkonu sinnar. Móðir Cole er orðin algjörlega... Lesa meira

Malcom Crowe er barnasálfræðingur sem fær verðlaun sama kvöld og hann fær heimsókn frá mjög óánægðum sjúklingi. Eftir þetta, þá tekur Crowe að sér að lækna ungan dreng með sama einkenni og þessi fyrrum sjúklingur. Þessi drengur sér látið fólk. Crowe eyðir miklum tíma með drengnum, Cole, í óþökk eiginkonu sinnar. Móðir Cole er orðin algjörlega ráðalaus og veit ekki hvað er hægt að gera til að hjálpa drengnum. Crowe er nú eina von hans. ... minna

Aðalleikarar

Klassa ræma
Frábær mynd í alla staði. Harðjaxlinn Bruce Willis í glæsiegu hlutverki sem barnasálfræðingur. Ein af þessum myndum sem lætur hökuna síga eftir myndina með svakalega plott-tvisti í endann. Myndin er líka ekkert síðri í annað skiptið. Leikstjórinn í myndinni,
M. Night Shyamalan, kom sér rækilega á kortið með sixth sense en hefur aldeilis klikkað eftir það. Skylduáhorf fyrir alla!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ein besta hryllingsmynd allra tíma
Maður getur horft á þessa mynd aftur og aftur og séð ný sjónarhorn af henni og dáðst að því hvað hún er vel gerð.

Sixth sense fjallar um barnageðlækninn Malcolm sem að hefur í mörg ár unnið með mjög andlega illa höldnum börnum í langan tíma og meðal annars hlotið verðlaun fyrir það. Þegar hann fær verðlaunin ákveður hann að halda upp á þau með konu sinni yfir víni en þegar þau fara upp í svefnherbergið sitt mætir þeim þar einn fyrrverandi sjúklingur Malcolms. Hann hefur ennþá ekki sigrast á vandamálum sínum frá bernsku og kennir Malcolm um og skýtur hann í öxlina og skýtur sig svo.
Næsta haust tekur Malcolm að sér mál stráksins Cole sem á einstæða móður, enga vini, fer í kirkju og biður til guðs á latínu og er stórfurðulegur og skammast sín fyrir það. Malcolm finnst strákurinn eiga við mjög svipuð vandamál og fyrrverandi sjúklingur hans sem skaut sig að stríða og finnst eins og Cole sé annað tækifæri hans til að hjálpa börnum. Á meðan er hjónaband hans í logunum og talar konan hans varla við hann. En þegar strákurinn fer loksins að segja honum hvað sé að bíður Malcolm erfiðasta verkefni hans til þessa.

Myndin er frábær og er mín uppáhaldshryllingsmynd. Hún var tilnefnd til 6 óskarsverðlauna m.a. fyrir besta leika hjá aðalleikurum myndarinnar og handrit. Hún kemur á óvart og er mjög frumleg. Ég mæli með henni fyrir alla og jafnvel fyrir þá sem hræddir eru við hrylllingsmyndir því þessi er svo ólík öllum öðrum sinnar gerðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Björn Ívar Arnarson
ég leigði þessa mynd með vini mínum. Við bjuggumst við mjög miklum spennutrylli og miklum atriðum sem maður bregður í.... en nei nei okkur fannst þetta bara nokkuð skemmtinleg mynd sko... manni bregður sko ekkert í þessari mynd. Ég mæli með þessari mynd fyrir 11. ára og eldri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er víst í algjörum minnihlutahóp með að þykja The Sixth sense ekkert neitt mjög góð. Umgjörðin er að vísu vel unnin og leikurinn alveg súper en í rauninni er lítið að gerast í myndinni og hún snýst aðallega um að byggja upp endinn(sem eins og flestir vita er mjög óvæntur og kemur manni til umhugsunar) og þangað til er hún heldur þreytt og daufleg og ekki nærri því eins hrollvekjandi og hún hefði átt að vera. Þetta er allavega það sem ég sá. Bruce Willis fílar sig vel í hlutverki barnasálfræðings og tekst að gera hann furðu áhugaverðan miðað við hvað hlutverkið er flatt skrifað. Haley Joel Osment leikur lítinn dreng sem sér framliðið fólk og hann leikur vel. Yfirleitt þoli ég þennan gutta ekki en hann er þolanlegur hér. Hvað er meira hægt að segja.....? Ég ætla að vera stuttorður í þetta sinn og lýsa því yfir að mér finnst lítið varið í The Sixth sense, hún er ágætis skemmtun til að sjá einu sinni eða tvisvar en hún átti alls ekki skilið að verða tilnefnd til allra þessa óskarsverðlauna á sínum tíma. Tvær stjörnur frá mér, ég fer ekki hærra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bruce Willis leikur sálfræðinginn nokkurn sem fær það verkefni að hjálp strák sem heitir Cole Sear(Haley Joel Osment)hann er lagður í einelti í skólanum sínum og býr með einstæðri móður sinni sem er afar ströng(þetta hljómar eins og í Carrie)en sálfræðingurinn á líka við vandamál að stríða konan hans hatar hann og er hugsanlega að halda framhjá honum en hann kemst að því að Cole er hefur 6 skilningarvitið og sér það sem aðrir sjá ekki.....

Toni Colette og Olivia Williams leika aðalkvennpersónurnar.

Þessi mynd er meistaraverk algjörlega og listrænt séð er hún fullkominn

mjög creepy andrúmsloft og líka mjög sorgleg.

Handritið,leikstjórnin,myndatakan og leikurinn er allt frábært.

Og einnig er endirinn frábær einn af þeim bertu sem ég veit um.

Þetta er meistaraverk sem allir ættu að sjá.

Algjört skylduáhorf
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn