Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Happening 2008

Frumsýnd: 11. júní 2008

We've Sensed It. We've Seen The Signs. Now... It's Happening.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 18% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Þau Elliot Moore (Mark Wahlberg) og Alicia Moore (Zooey Deschanel) leika hjón sem eru á ferð með lest þegar lestin stoppar úti í óbyggðum. Ástæðan er sú að ekki næst samband við stjórnstöð og þegar farþegar lestarinnar fara að hringja í ættingja sína kemur ástæðan í ljós. Mjög undarlegur faraldur virðist ganga, fyrst missir fólk getuna til að tala... Lesa meira

Þau Elliot Moore (Mark Wahlberg) og Alicia Moore (Zooey Deschanel) leika hjón sem eru á ferð með lest þegar lestin stoppar úti í óbyggðum. Ástæðan er sú að ekki næst samband við stjórnstöð og þegar farþegar lestarinnar fara að hringja í ættingja sína kemur ástæðan í ljós. Mjög undarlegur faraldur virðist ganga, fyrst missir fólk getuna til að tala og loks fremur þaðsjálfsmorð, en lítið er vitað um hvernig faraldurinn berst á milli. Þó verður fljótlega ljóst að hann stefnir í áttina að farþegum lestarinnar sem þurfa að flýja hið óþekkta vilji þeir lifa af.... minna

Aðalleikarar


Ég var ítrekað varaður við að horfa á þessa mynd. Sorrí Arnar og Gunnhildur, ég er forvitinn. Þetta er eins og segja krakka að hann má ekki fá sér nammi úr nammiskálinni, ég varð að sjá um hvað allt þetta hoopla snérist. Shamalayan sagan er vel þekkt sem ein furðulegasta Hollywood saga síðustu ára. Maðurinn gerir þrjár frábærar myndir í röð, er hylltur sem næsti Spielberg. Hann gerir The Village sem var nú allt í lagi og gerir svo upp á bak með Lady In The Water og The Happening. Eða hvað, var hún virkilega svo slæm?

Fyrsta hálftímann var ég að hugsa, hvað er þetta fólk að rugla, þessi mynd er ekkert hræðileg. Ok, leikurinn var ekki beint verðlauna kaliber en Marky Mark hélt þessu gangandi. Í takt við aðrar Shamalayan myndir er venjulegt fólk allt í einu lent í óvenjulegum eða yfirnáttúrulegum aðstæðum. Í þetta skipti er frekar silly atburður í gangi. Fólk fer að fremja sjálfsmorð upp úr þurru í massavís og enginn veit af hverju. Þetta truflaði mig ekki. Mér fannst meira að segja svolítið skemmtilegt að sjá t.d. þegar maðurinn lét tígrisdýrið bíta af sér hendurnar og þegar jeppinn keyrði á tré upp úr þurru. Vandamálið var klárlega útskýringin! Þegar hún kom fór mér að verða illt í maganum, svo varð ég reiður. Spoiler – þó svo að enginn eigi eftir að horfa á þessa mynd sem er ekki búinn að því nú þegar. Útskýringin var að gróðurinn var að senda frá sér eitur sem lét alla drepa sig!! Grasið, runnarnir og trén eru sem sagt vondi kallinn í þessari mynd! Ég fór því að skilja hvað fólk var að fara með öllum þessum viðvörunum. Myndin hefði verið áhorfanleg ef þeir hefðu sleppt því að útskýra hvað olli þessu ástandi. Ég veit eiginlega ekki hvað framleiðendur voru að hugsa að stoppa þetta ekki í fæðingu. Gjörsamlega óskiljanlegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nothing's happening...
M. Night Shyamalan (vona að þetta sé rétt skrifað) hefur verið á einhverju sérstöku undanfarin ár. Kannski tók hann bílhlass af róandi lyfjum og hefur ekki jafnað sig síðan. Eftir að hann gerði Signs fóru myndirnar hans að missa allan drunga og keyrslan á þeim fór úr því að vera lágstemmd upp í það að vera leiðinleg. The Village var voða dauð eitthvað, þessi mynd er líka dauð. Lady in the Water var aftur á móti ekki eins hroðaleg og allir sögðu. Ég fílaði sumt í henni, annað ekki.

The Happening er - í fullri alvöru - VERSTA mynd leikstjórans til þessa. Hún er akkúrat ekkert spennandi, ekkert áhugaverð og flæði er sama og dautt, sömuleiðis er engin þróun. Myndin virkar stefnulaus og persónurnar eru bæði leiðinlegar og þreytandi.
Myndin er allan tímann að byggja sig upp fyrir eitthvað sem skilar sér ekki. Hún endar heldur ekki... Sagan fer bara svona... í hring. Shyamalan gerði þau mistök að opinbera það að þessi mynd markaði auðveldustu tökur sem hann hafði upplifað. Skondið hversu áberandi það er...

Ég á bágt með að trúa því að þetta sé eftir sama manninn og gerði hina þrusugóðu Unbreakable fyrir átta árum síðan.
Allavega, ömurleg mynd að öllu leyti... Fær ponsueinkunn fyrir góða hugmynd og fína myndatöku. 2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Al Gore hvað ?
Ég er mikill M. Night Shyamalan aðdáandi og hef greinilega haft meira gaman af myndum hans í gegnum tíðina heldur en aðrir. Til dæmis um þetta fannst mér Lady in the Water alls ekki jafn slæm og menn tala um enn þann dag í dag og á ég í raun erfitt með það að hugsa mér slæma mynd sem kappinn hefur gert (The Village var ekki svona slæm!!). Þegar ég frétti af því að The Happening hefði ekki verið forsýnd neinsstaðar hugsaði ég mér að þetta gæti ekki aðeins verið útaf því að Shyamalan er greinilega enn í fýlu útí gagnrýnendur sem hraunuðu yfir Lady in the Water heldur þyrfti þetta að eiga eitthvað meira með myndina sjálfa að gera. Þegar ég heyrði slúður um áætlaðan söguþráð myndarinnar var ég alls ekki hrifinn.

Ég mætti myndinni með mjög opinn huga og jafnvel fékk Shyamalan smá forskot hjá mér, enda er ég stór aðdáandi. Myndin fer rólega af stað og tekur aldrei á loft, og þó svo að upprunalega hugmyndin sé rosalega góð þá er plottið sem Shyamalan fer með myndina útí alls ekki nógu sterkt til að halda henni gangandi alla leið. Shyamalan hefur
aldrei verið leikstjóri sem nær því besta úr leikurunum, en það er hins vegar einkennandi stíll hans sem er venjulega ríkjandi út allar myndir hans sem að yfirgnæfir nánast allar stjörnuframmistöður leikara, nema kannski Haley Joel Osment, ungstirnið í The Sixth Sense. Zooey Deschanel er hræðileg framanaf, en batnar þegar á líður og maður fékk á tilfinninguna að Marky Mark væri ekki alveg viss með hvernig hann ætti að nálgast hlutverk sitt. Besti leikur myndarinnar sést hjá Betty Buckley, en frammistaða hennar minnti mig um margt á Kathy Bates í Misery.

Þegar á líður nær hún að byggja upp spennu í 20 mínútur eða svo, og má segja að það sé besti kaflinn. Bregðuatriðin eru fá og langt á milli, og spennuatriðin í myndinni eru vægast sagt hlægileg miðað við plottið sem Shyamalan byggir myndina upp með. Ég náði að gera það sem margir náðu ekki að gera í bíósalnum, ég sætti mig við plottið og gerði mitt besta til að reyna að lifa mig inní það sem var að gerast. Þrátt fyrir það
varð ég ekki verðlaunaður, líkt og t.d. í Indiana Jones 4 nýtur maður myndarinnar mun betur ef maður nær að sætta sig við ótrúlegustu hluti sem gerast í þeirri mynd.
Þó svo að maður gerir það í þessari mynd þá fær maður ekkert fyrir það, hún verður ekkert betri eða meira spennandi fyrir vikið. Ef við tökum dæmi úr Signs þá hefur hún
mikið af fáránlegum hlutum, eins og hringlaga hurðarhúna og vatn (þið vitið öll hvað ég er að tala um) sem voru virkilega kúl vegna þess að þau voru svo absúrt en The Happening hefur ekkert af þessu, hún er hálfpartinn raunsærri en hinar myndirnar hans og verður veikari fyrir vikið, því hún reynir að taka á þjóðfélagsmáli sem við vitum öll af, en á fáránlegan hátt.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá fannst mér myndin ókláruð, mikið var asnalega klippt og hljóð í sumum mest spennandi atriðunum virkaði ekki, það voru aðeins skruðningar.
Stíll Shyamalan náði alls ekki að njóta sín og maður fékk á tilfinninguna að það væri verið að spara fullmikinn pening. Myndin er gríðarleg vonbrigði, sérstaklega fyrir aðdáendur meistarans. Upprunalega hugmyndin er góð en útfærð á gegnsæjan og fyrirsjáanlegan hátt. 1 og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.07.2016

23 persónuleikar - M. Night Shyamalan með nýja hrollvekju

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu hrolllvekju The Sixth Sense leikstjórans M. Night Shyamalan, Split, er komin út, og það má segja að miðað við stikluna þá lofi myndin nokkuð góðu, enda er okkur boðið upp á illmenni...

11.07.2012

Nostalgía og húmor hjá orðljótum bangsa

Ég efa einhvern veginn ekki að Seth MacFarlane sé ákaflega hress, fínn og kammó náungi með húmorinn í lagi og nostalgíublæti að mínu skapi. Ég var einu sinni miklu stærri aðdáandi hans en ég er í dag, sem getur...

13.11.2011

Shyamalan fær handritshjálp (loksins)

M. Night Shyamalan er sennilega besta dæmið sem finnst í kvikmyndabransanum um menn sem byrja á toppnum. The Sixth Sense, fyrsta kvikmynd hans sem vakti verulega athygli*, kom út árið 1999 og fékk frábæra dóma og einar 6 ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn