Það lítur helst út fyrir að fjórða Jurassic Park myndin sé að verða að veruleika. Universal kvikmyndaverið er búið að ráða handritshöfundinn William Monahan til þess að skrifa handritið að myndinni, en aðalleikari myndanna, Sam Neill, hefur þegar sagt að hugmyndin sem handritið verður byggt á sé sú besta hingað til. Steven Spielberg framleiðir myndina, eins og hinar, en enn hefur ekki fengið staðfest hvort leikstjóri Jurassic Park 3, Joe Johnston, muni snúa aftur.

