Rödd Boba Fett úr Star Wars látin

Leikarinn Jason Wingreen, sem er líklega þekktastur fyrir að ljá Boba Fett rödd sína í The Empire Strikes Back, er látinn, 95 ára gamall.

boba fett

Wingreen lék yfir 200 hlutverk á ferli sínum, þar á meðal í sjónvarpsþáttunum All in the Family. Einnig lék hann í The Twilight Zone, The Untouchables og Star Trek.

Wingreen fór upphaflega í áheyrnarprufu fyrir Yoda í Star Wars en tapaði fyrir Frank Oz. Í staðinn fékk hann fjórar línur sem Boba Fett, náunginn sem handsamaði Han Solo. Vinnan stóð yfir í um það bil tíu mínútur, samkvæmt The Hollywood Reporter.