Leikstjórinn Ron Howard, sem fékk óskarsverðlaunin síðast fyrir leikstjórn sína í myndinni A Beautiful Mind, hefur nú hætt við að leikstýra stórmyndinni The Alamo. Hann var búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning myndarinnar, en fannst síðan að Disney væri að tefja það að myndin kæmist í framleiðslu. Hann vildi víst gera mynd strax og var ekki tilbúinn til þess að bíða eftir því að handritið yrði endurskrifað og annað sem Disney heimtaði að yrði gert. Leikararnir Russell Crowe og Ethan Hawke eru báðir búnir að skrifa undir samning um að leika í myndinni, og búist var við því að Billy Bob Thornton myndi einnig láta sjá sig. Hvort þessir leikarar munu áfram vera í myndinni, fer allt eftir því hvað leikstjóri er fenginn í staðinn. Howard er sem sagt hættur við, en mun líklega með-framleiða myndina í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt, Imagine Entertainment.

