Hinn snjalli leikari Russell Crowe ( Gladiator ) hefur nú ákveðið að leikstýra sinni fyrstu mynd ásamt því að skrifa handritið og framleiða hana ( Mel Gibson minnimáttarkennd? ). Ber hún heitið The Long Green Shore og er söguþráðurinn eitthvað á þá leið að ástralskir hermenn í seinni heimsstyrjöldinni eru sendir til Nýju-Guinea til þess að hrekja á flótta japanska hersveit, en þegar þeir koma í land taka á móti þeim lík bandarískra og japanskra hermanna og minna þá á vafasaman tilgang þeirra á eyjunni. Hefst vinna við myndina næsta vor.

