History Channel leggur geimverugeðveikina til hliðar til að færa okkur almennilegt efni og svörin við mörgum brennandi batman-tengdum spurningum. Gæti skiptur persónuleiki þeirra Bruce Wayne og Batman virkað raunsær í okkar heimi? Hefur Batman sögulegar rætur að rekja og er til fólk sem var eins og hann?
Þessi stutta heimildarmynd, Batman Unmasked: The Psychology of the Dark Knight, rýnir í þessar spurningar og sálfræðina á bak við Leðurblökumanninn góðkunna. Svona á að byrja að vekja upp spennu fyrir The Dark Knight Rises. Þetta er algjört skylduáhorf ef þú fílar Batman, History Channel eru hér upp á sitt besta.
Við viljum einnig minna á The Dark Knight Rises forsýninguna okkar sem haldin verður fimm dögum fyrir frumsýningu myndarinnar, og það hlélaust! Smellið hér til að kaupa miða og hér til að lesa meira.