Scream 4 Plakat

Fjórða myndin í hrollvekjuseríunni Scream er á leiðinni í kvikmyndahús, og nú rétt eftir að stiklan úr myndinni lenti á netinu fylgir plakatið fyrir myndina. Scream 4 er í leikstjórn Wes Craven, mannsins á bak við myndir á borð við Nightmare on Elm Street og fyrstu þrjár Scream, og er beint framhald af þeirri þriðju sem kom út fyrir rúmum 11 árum.

Neve Campbell snýr aftur sem Sidney Prescott, en á árunum frá því Ghostface-morðinginn réðst seinast gegn henni hefur hún orðið frægur rithöfundur. Hún snýr aftur til Woodsboro eftir margra ára fjarvist og endurnýjar tengsl sín við þau Gail (Courtney Cox) og Dewey (David Arquette), sem og unga frænku sína og vinkonur hennar. En fortíðin er ekki langt undan og brátt fara íbúar Woodsboro að týna lífinu á hrottalegan hátt og þarf Sidney enn aftur að takast á við grímuklæddan morðingja.

– Bjarki Dagur