Árið 1996 vann Frances McDormand Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem hin yfirvegaða ólétta lögreglukona í kvikmyndinni Fargo. Myndin var leikstýrð af Coen-bræðrum og nú, 16 árum síðar, ætla þeir að gera sjónvarpsþætti byggða á kvikmyndinni vinsælu.
Bandaríski leikarinn Billy Bob Thornton hefur verið fengin í aðalhlutverkið og mun fara með nýtt hlutverk, maður að nafni Lorne. Persónunni er líst sem óheiðarlegum manni sem hittir óöruggann sölumann í smábæ, og leiðir hann á slæmu brautina.
Þættirnir verða kvikmyndaðir í Kanada og verða sýndir á sjónvarpstöðinni FX. Formaður sjónvarpstöðvarinnar segir að þættirnir verða með sama sniði og kvikmyndin. Ekki skemmir það heldur fyrir að Coen-bræður koma að framleiðslunni.
Margir spekingar í skemmtanaiðnaðinum halda því fram að ný öld sé hafin, því nú eru sjónvarpsþættir byrjaðir að sækja innblástur úr kvikmyndum, með stórstjörnum í fararbroddi. Má þar taka sem dæmi Hannibal-þættina, sem hafa slegið í gegn á NBC.