Skjaldbökur á toppnum

Teenage-Mutant-Ninja-Turtles-posterTeenage Mutant Ninja Turtles trónir á toppi vinsældalista helgarinnar yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Jonathan Liebesman leikstýrir myndinni og hefur hann áður gert myndir á borð við Battle: Los Angeles og Wrath of the Titans.

Framleiðandi myndarinnar er enginn annar en Michael Bay og hafa margir beðið í ofvæni eftir nálgun hans á þessum klassísku teiknimyndapersónum. Leikkonan Megan Fox fer með hlutverk April O’ Neil, sem er klassísk persóna úr sögunum um skjaldbökurnar fimu. Það vakti mikla athygli þegar Bay réð hana í hlutverkið, því áður var mikið ósætti á milli þeirra, en svo virðist sem þau hafi grafið stríðsöxina.

Í öðru sæti listans er gamanmyndin Let’s Be Cops, sem fjallar um tvo vini sem villa á sér heimildir og þykjast vera lögreglumenn, en færast of mikið í fang. Með aðalhlutverk fara New Girl-leikararnir Jake Johnson og Damon Wayans Jr.

Teiknimyndin Planes: Fire & Rescue kemur svo skammt á eftir. Myndin fjallar um heimsfræga sýningarflugvél, Dusty, sem kemst að því að mótor vélarinnar er skemmdur, og hann geti hugsanlega aldrei keppt aftur, þá þarf hann að skipta um vettvang og yfir í heim slökkviliðsflugvéla. Dusty slæst í hóp með hinni reyndu slökkviliðsþyrlu Blade Ranger og liði hennar, sem kallast The Smokejumpers. Saman tekst hópurinn hugaði á við mikinn skógareld, og Dusty sér hvað þarf til að verða sönn hetja.

Screen Shot 2014-09-01 at 7.29.45 PM