Smár en knár Hobbiti

Hobbitinn er knár þótt hann sé smár, og fer beint á topp íslenska DVD /Blu-ray listans á sinni fyrstu viku á lista, en myndin The Hobbit: An Unexpected Journey í leikstjórn Peter Jackson kom út í síðustu viku á DVD og Blu-ray.

Í öðru sæti á listanum er hamfaramyndin sannsögulega The Impossible með þeim Ewan McGregor og Naomi Watts í aðalhlutverkum, og stendur í stað á milli vikna.

Í þriðja sætinu, nýr á lista, er mættur meistarinn sjálfur, Nicolas Cage í myndinni Stolen.

Í fjórða sæti listans er svo Argo, sem fellur úr toppsætinu, á sinni fjórðu viku á lista.

Í fimmta sætinu er síðan ný mynd, engin önnur en Óskarsverðlaunamyndin Silver Linings Playbook. 

Á listanum eru tvær nýjar myndir til viðbótar. Í 12. sæti er franska verðlaunamyndin Amour og í 16. sætinu situr enginn annar en maðurinn með járnhnefana, eða The Man With The Iron Fists.

Smelltu hér til að skoða væntanlegar og nýútkomnar myndir á DVD/Blu-ray. 

Smelltu hér til að lesa DVD hluta Mynda mánaðarins.

Sjáðu lista 20 vinsælustu mynda á DVD / Blu-ray á Íslandi í dag hér fyrir neðan:

 

Stikk: