Í dag kom út fyrsta kitla fyrir nýja íslenska kvikmynd, Snjór og Salóme, sem frumsýnd verður í haust. Framleiðandi myndarinnar er Stofa 224, sem gerði myndina Webcam á síðasta ári.
Snjór og Salóme fjallar um Salóme, unga konu sem býr með besta vini og on/off-kærasta sínum Hrafni. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðrar stelpu og hún flytur inn með þeim.
Með aðalhlutverk fara Anna Hafþórsdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Vigfús Þormar Gunnarsson, Guðmundur Snorri Sigurðarson, Ævar Már Ágústsson og Júlí Heiðar Halldórsson. Í öðrum hlutverkum eru m.a. Gói Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Framleiðendur eru Magnús Thoroddsen Ívarsson og Telma Huld Jóhannesdóttir. Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurður Anton.
Kíktu á kitluna hér fyrir neðan: