Þó svo að næsta mynd J.J. Abrams, Star Trek, sé ekki enn komin út þá er ljóst að framhaldsmynd er í bígerð. Nýjasta Star Trek myndin, sem er sú ellefta í röðinni, kemur í bíó þann 8.maí næstkomandi.
Framleiðendur myndarinnar hafa ráðið Roberto Orci, Alex Kurtzman og Damon Lindelof til að skrifa handritið að næstu mynd, og J.J. Abrams mun verða einn af framleiðendum myndarinnar. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort hann muni einnig leikstýra myndinni.
Varðandi söguþráð framhaldsmyndarinnar hafa handritshöfundarnir legið í hugmyndavinnu undanfarnar vikur, en ljóst er að álit aðdáenda á Star Trek 11 mun hafa mikið um málið að segja.

