Star Wars 8 byrjar strax á eftir 7

Næsta Star Wars mynd, Star Wars 8, framhald myndarinnar Star Wars: The Force Awakens, mun byrja nákvæmlega á þeim stað sem sú síðasta endaði.

Leikstjóri Star Wars 8 staðfesti þetta á Star Wars ráðstefnunni Star Wars Celebration Europe sem nú stendur yfir í Lundúnum í Englandi.

star-wars-rey

„Í fyrsta skipti í sögu Star Wars mynda, þá mun mynd byrja á nákvæmlega sama stað og sú síðasta endaði.“

Það má segja að þetta komi ekki mikið á óvart, en aðdáendur myndanna hafa búist við þessu allt síðan þeir sáu Rey skila geislasverðinu til Loga geimgengils í lok síðustu myndar, en núna er sem sagt komin opinber staðfesting á þessu.

Þannig að kannski megum við eiga von á því að fá að sjá Loga kenna Rey að nota Máttinn?

Á ráðstefnunni talaði Johnson einnig um að snúa aftur til Skellig Michael ( eyjarinnar þar sem síðasta sena síðustu myndar var tekin upp ), og sagði að stór hluti myndarinnar hafi verið tekinn upp víða um Írland.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Daisy Ridley, John Boyega, Oscar Isaac, Laura Dern, Mark Hamill, Adam Driver, Gwendoline Christie og Benicio del Toro .

Star Wars: Episode 8 verður frumsýnd 15. desember 2017.