Steratröll á toppnum

Steratröllinn í nýju Michael Bay myndinni, hinni sannsögulegu Pain and Gain,  tylltu sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina en myndin var frumsýnd í síðustu viku.

Myndin fjallar um ótrúlega sögu sem gerðist árið 1999 í Miami í Bandaríkjunum þegar þrír einkaþjálfarar sem voru að reyna að upplifa ameríska drauminn, tóku þátt í glæpsamlegu athæfi sem fór illilega úrskeiðis.

pain and gain

Í öðru sæti listans er einnig ný mynd, The Internship, um tvo sölumenn sem missa vinnuna og ákveða að sækja um vinnu hjá Google netrisanum.

Í þriðja sætinu, niður úr því fyrsta, er töframyndin Now You See Me og í fjórða sæti listans er teiknimyndin Epic, sem stendur í stað á milli vikna. Í fimmta sæti aðsóknarlistans eru svo æringjarnir í The Hangover Part III, en myndin fer niður um þrjú sæti milli vikna.

Sjáðu lista 13 vinsælustu mynda í bíó á Íslandi í dag hér að neðan:
listinn