Steve Buscemi neitar að láta laga í sér tennurnar

Þó að við hér á kvikmyndir.is séum engar tískulöggur, þá er stundum gaman að benda á skemmtilegar úttektir á útliti fræga fólksins, þar á meðal kvikmyndaleikara.

Í vefritinu Slate.com eru stundum skemmtilegar úttektir á fræga fólkinu og í nýlegri grein er úttekt á frægu fólki sem neitar að láta laga í sér tennurnar.

Þar fremstur í flokki er kvikmyndaleikarinn og Golden Globe verðlaunahafinn Steve Buscemi en hann er með einn frægasta tanngóm kvikmyndasögunnar, og er stoltur af því.

„Ég hef verið með tannlækna sem hafa viljað hjálpað mér að breyta tönnunum í mér, en ég segi þá við þá; ef þið lagið í mér tennurnar þá fæ ég ekki meira að gera sem leikari,“ segir Buscemi um hinn fræga tanngarð.

Steve er ekki einn um að vilja ekki breyta í sér tönnunum. Smellið hér til að skoða úttekt Slate.com á þessum útlitsþætti fræga fólksins.

Stikk: