Stoltur af því að hlaupa í skarðið fyrir Rickman

Bill Nighy segist vera stoltur af því að fá að hlaupa í skarðið fyrir leikarann Alan Rickman í myndinni The Limehouse Golem, sem var síðasta kvikmynd Rickman áður en hann lést.

Rickman lést úr krabbameini í brisi í janúar sl. 69 ára að aldri, og neyddist til að hætta að leika í myndinni, sem er kvikmyndagerð á morðgátu eftir Peter Ackroyd frá árinu 1994.

bill nighy

Nighy, 66 ára, sem tók við hlutverki rannsóknarlögreglumannsins John Kildare, sem rannsakar röð morða í Lundúnum á Viktoríutímanum, sagði við fjölmiðla á kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, að hann hefði engar efasemdir haft um að taka hlutverkið að sér. „Ég var mjög stoltur af að vera beðinn um þetta. Ég þekkti Alan ágætlega og var aðdáandi hans, eins og allir sem kynntust honum.“

„Þegar þetta kom upp þá vissum við ekki hve veikur hann var orðinn. Þetta var mikill missir fyrir alla.“

Nighy, sem lék stórt hlutverk í bæði Love Actually og Pirates Of The Caribbean: Dead Man’s Chest, sagðist einnig við sama tækifæri, vera aðdáandi ofurhetjumynda, en taldi þó að það væri vaxandi markaður fyrir smærri og ódýrari myndir.

„Ég held að markaðurinn stækki bara og stækki útaf stafrænu byltingunni, fólk mun bara vilja fá meira og meira efni,“ sagði Nighy.