„Kvikmyndalistin eins og ég þekkti hana einu sinni er dauð,“ sagði Quentin Tarantino á Cannes-hátíðinni í Frakklandi. Þar heldur hann viðhafnarsýningu á spaghettívestra Sergio Leone, A Fistful of Dollars.
Hann fordæmdi hina „vonlausu“ nútímakynslóð sem hann sagði vera með allt sem er stafrænt á heilanum.
„Hvað mig varðar þá eru stafrænar sýningar það sama og dauði kvikmyndalistarinnar,“ sagði leikstjórinn á blaðamannafundi. „Þetta snýst ekki einu sinni um að taka myndina þína upp á filmu eða stafrænt. Sú staðreynd að bíómyndir eru ekki lengur sýndar á 35 mm filmu sýnir að stríðið er tapað. Stafrænar sýningar eru bara sjónvarp fyrir almenning.“
Tarantino, sem hefur leikstýrt Reservoir Dogs, Kill Bill, Pulp Fiction og fleiri gæðamyndum, vonast til að það styttist í rómantískt tímabil þar sem minni áhugi verður á því stafræna og meiri á „alvöru“ kvikmyndagerð. „Rétt eins og vínilplötur eru smám saman að snúa aftur þá er ég afar vongóður um að kynslóðir framtíðarinnar verði mun skynsamari en þessi kynslóð og átti sig á því af hverju þær hafa misst.“