Scooby-Doo, The Flintstones, Batman og fleiri góðar teiknimyndapersónur Warner Bros kvikmyndafyrirtækisins fá sitt eigið vefsvæði á næsta ári þar sem hægt verður að horfa frítt á sígildar teiknimyndir með þessum karakterum. Vefsíðan mun heita T-Works og fara í loftið í apríl 2008. Uppsetning þessarar vefsíðu eru viðbrögð Warner Bros manna við sívaxandi vinsældum samfélagsvefsvæða eins og My Space, Facebook og gerviheima eins og Second Life. Auk þess að horfa á teiknimyndir munu notendur geta breytt persónunum eftir sínu eigin höfði og spilað fjölspilunarleiki byggða á teiknimyndapersónunum.

