Terence Stamp og Tom Berenger

Hinir skemmtilegu leikarar Terence Stamp ( The Limey ) og Tom Berenger ( Training Day ) eru að fara að leika í nýrri mynd. Leikur Berenger útjaskaða fyrrum tennisstjörnu sem kennir nú öldruðum tennis í klúbbi á Flórída. Hann skuldar mafíunni stórfé, en kemst þá skyndilega að því að 22 árum áður barnaði hann konu á Ítalíu sem er nú dáin og skildi eftir sig hálfa milljón dollara. Hann fer til Rómar til þess að reyna að ná peningunum en fara ýmsir atburðir að gerast. Stamp leikur ríkan aðalsmann í myndinni, en handritið skrifa þeir Michael Jaffer og Tim Mills.