Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Limey 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. apríl 2000

Vengeance knows no boundaries.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Fyrrum fangi, sem er nýsloppinn úr fangelsi, fer til Los Angeles til að komast að því hver myrti dóttur hans. Hann áttar sig fljótlega á því að hann passar illa inn í samfélagið. Annar fyrrum fangi aðstoðar hann við leitina og þeir komast að því að dóttir hans átti í ástarsambandi við hljómplötuframleiðanda, sem á nú í ástarsambandi við aðra... Lesa meira

Fyrrum fangi, sem er nýsloppinn úr fangelsi, fer til Los Angeles til að komast að því hver myrti dóttur hans. Hann áttar sig fljótlega á því að hann passar illa inn í samfélagið. Annar fyrrum fangi aðstoðar hann við leitina og þeir komast að því að dóttir hans átti í ástarsambandi við hljómplötuframleiðanda, sem á nú í ástarsambandi við aðra unga konu. Eldri leikkona, sem einnig þekkti dóttur mannsins, lætur hann horfast í augu við sjálfan sig og hvernig hann hefur staðið sig sem faðir. ... minna

Aðalleikarar

Handrit


Steven Soderbergh sýnir það og sannar hér, að hann er einn af ferskustu kvikmyndagerðarmönnum Bandaríkjanna í dag. The Limey er stórskemmtileg kvikmynd um aldraðan enskan síbrotamann, sem heldur til Bandaríkjanna um leið og hann fréttir, að dóttir hans hafi látist þar í bílslysi, en hana hafði hann ekki séð síðan hann var sendur í fangelsi, þegar hún var enn á barnsaldri. Englendingurinn sannfærist brátt um, að sambýlismaður dótturinnar eigi sök á dauða hennar og strengir þess heit að hefna sín á honum. Það er þó hægara sagt en gert, því sambýlismaðurinn er bæði moldríkur og vel varinn. Sjálfsagt gefur þetta efniságrip allt annað en frumleika til kynna, en strax í upphafi myndarinnar er ljóst, að Soderbergh fer ótroðnar slóðir, slíkt er handbragð hans. Handritið er hnyttið og atburðarrásin kemur oft skemmtilega á óvart. Sagan er þó ekki alltaf sýnd í samfelldri tímaröð og myndskotum úr ýmsum mikilvægum atriðum er einatt bætt inn í önnur. Í raun er sem aðalsöguhetjan sé allan tímann að rifja upp liðna atburði, því myndskot frá lokum myndarinnar eru sýnd um hana alla. Sömuleiðis brýtur Soderbergh upp alla hefðbundna frásagnarmáta með því að aðkilja hvað eftir annað hljóð frá mynd, þannig að persónurnar eru til dæmis sýndar langtímum saman þöglar um leið og við heyrum samtöl þeirra. Boorman og Losey notuðu reyndar báðir þennan stíl, en Soderbergh gengur samt mun lengra en þeir. Leikararnir eru auk þess allir góðir, sérstaklega þó þeir Terence Stamp, Peter Fonda og Joe Dallesandro, enda gamlir í hempunni. The Limey er mjög góð kvikmynd, sem er vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.07.2011

Redford ræður Shia LaBeouf í pólitískan spennutrylli

Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Robert Redford hefur ráðið Transformers hetjuna Shia LaBeouf í hlutverk í pólitíska spennutryllinum The Company You Keep, sem byggð er á skáldsögu eftir bandaríska höfundinn Neil Gordon, að því ...

23.07.2001

Sex, Lies And Videotape part 2

Leikstjórinn Steven Soderbergh ( The Limey , Traffic ) ætlar sér að gera framhaldið af myndinni sem gerði hann frægan í upphafi ferilsins, Sex, Lies, and Videotape. Miramax kvikmyndaverið mun framleiða myndina sem enn hefur...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn