Náðu í appið
Training Day

Training Day (2001)

"The only thing more dangerous than the line being crossed, is the cop who will cross it."

2 klst 2 mín2001

Í borg þar sem eiturlyfjasalar eru áberandi á götum úti þá eru aðrir sem hafa svarið eið um að halda uppi lögum og reglu og hreinsa göturnar af þessum óþjóðalýð.

Rotten Tomatoes74%
Metacritic71
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Í borg þar sem eiturlyfjasalar eru áberandi á götum úti þá eru aðrir sem hafa svarið eið um að halda uppi lögum og reglu og hreinsa göturnar af þessum óþjóðalýð. Alonzo Harris er rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles og hefur lengi starfað í eiturlyfjadeildinni, en aðferðir hans er oft óvenjulegar og ekki eftir bókinni - sumir myndu nota orðið spilling um það hvernig hann starfar. Í myndinni er Harris fylgt eftir þegar hann þjálfar nýliðann Jake Hoyt yfir 24 klukkustunda tímabil. Siðferðlileg álitamál koma upp fyrir Hoyt og áhorfendur og menn þurfa að spyrja sig hvort að aðferðir Harris við það að hreinsa göturnar séu réttar eða rangar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

WV Films II
Village Roadshow PicturesUS
NPV EntertainmentUS
Warner Bros. PicturesUS
Outlaw ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Denzel Washington fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Gagnrýni notenda (13)

Training Day er með þeim bestu löggumyndum sem ég hef séð. Denzel Washington leikur Alonzo Harris, löggu sem að hefur aðeins farið of langt yfir strikið í starfi sínu. Ethan Hawke leikur ...

Það er bara eitt hægt að segja um þessa mynd: SNILLD! Ef þið eruð að leita að góðri spennumynd takið þá Training Day, þessi mynd er hreint út sagt mögnuð,allur leikur er góð...

Ótrúlega flott og góð mynd. Denzel með óskarsleik í þessari mynd. Mæli með þessari fyrir alla eðlilega þenkjandi persónur.

★★★★☆

Þessi mynd er án efa ein af bestu myndum ársins. Washington brýst hér fram á sviðið í hlutverki sem er gjörólíkt öllum öðrum sem hann hefur áður fengist við. Hann kemur svo fullkom...

Denzel Washington þarf í eitt skipti fyrir öll að gera sér grein fyrir því að það er ekki magnið sem skiptir máli, það eru gæðin. Hann reynir svo mikið (í endalausri leit sinni að h...

Mér finnst þessi mynd vera sérlega góð vegna söguþráðs og góðs samleiks milli Denzel Washington og Ethan Hawke. Myndin er með þeim betri sem ég hef séð á árinu og er söguþráðurin...

Myndin fjallar um fyrsta dag nýliða í fíkniefnalögreglu Los Angeles (Ethan Hawk) sem hittir fyrir hinn spillta yfirmann sinn (Denzel Washington). Þetta er þessi týpíska vonda lögga, góða ...

Ég er með það á hreinu að ég er í minnihlutahópi hér, en ég var alls ekki jafn yfirgengilega ánægður með þessa mynd og margir hafa verið. Fólk hérna vestan hafs hefur reyndar verið...

★★★★★

Klárlega ein af bestu myndum ársins 2001. Denzel Washington er magnaður leikari og sýnir enn og aftur að hann er með þeim bestu í Hollywood. Ethan Hawke kemur alveg svakalega á óvart, enda h...

Frábær spennutryllir sem fjallar um nýliða í fíkniefnadeild lögreglu Los Angeles borgar og fyrsta daginn hans með yfirmanni sínum. Ethan Hawke leikur nýliðann sem vill gera hlutina samkvæm...

★★★★★

Váááááá!!!!! Ég mæli stórlega með þessari mynd, Denzewl Washington er frábær leikari og hann sýnir það svo um munar í þessari FRÁBÆRU mynd. SJÁIÐ þessa.....