Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er ekki besta mynd Denzels Washingtons. Spilltar löggur, dóp og slagsmál ekki frumlegasti söguþráður í heiminum. Denzel Washington ofleikur aðeins of í þessari mynd og reynir að koma hinum leikurunum í sinn skugga bara til að næla óskarinn, Ethan Hawke brillerar í þessari mynd leikur mann sem viðist ekkert vera neitt hörkutól en hefur ótrúlegan kraft innst inni sem hann sínir ekkei of þessari ágætis mynd. Égtel það ekki tímasóun að sjá þessa mynd.
Training Day er með þeim bestu löggumyndum sem ég hef séð. Denzel Washington leikur Alonzo Harris, löggu sem að hefur aðeins farið of langt yfir strikið í starfi sínu. Ethan Hawke leikur Jake Hoyt sem að er nýliði hjá lögreglunni. Hann fær tækifæri á að sanna sig fyrir Alonzo um hvort hann sé hæfur til að vera lögga eða ekki. En það sem Hoyt hefur ekki hugmynd um er að hann er að fara að lenda í versta dag lífs síns. Maður sér Denzel oftast sem góða kallinn en hérna snýr hann dæminu við og sýnir það með snilldar frammistöðu. Ethan Hawke er líka alveg frábær í myndinni. Kannski hefði hann átt að vinna Óskarinn eins og Denzel.
Það er bara eitt hægt að segja um þessa mynd: SNILLD!
Ef þið eruð að leita að góðri spennumynd takið þá Training Day,
þessi mynd er hreint út sagt mögnuð,allur leikur er góður,hver sem á í hlut,og plottið er magnað.Ég fe nú ekki neitt útí söguþráðinn en einfaldlega þá er þessi mynd TÆR SNILLD.
Endilega kíkið á hana.Og góða skemmtun.
Þrjár og hálf starna fyrir stjörnuleik Denzels og Ethan Hawks.
Ótrúlega flott og góð mynd. Denzel með óskarsleik í þessari mynd.
Mæli með þessari fyrir alla eðlilega þenkjandi persónur.
Þessi mynd er án efa ein af bestu myndum ársins. Washington brýst hér fram á sviðið í hlutverki sem er gjörólíkt öllum öðrum sem hann hefur áður fengist við. Hann kemur svo fullkomlega frá sér undirförlu eðli karaktersins, grimmdinni og ósvífninni að ógleymdri síðblindunni að unun er á að horfa. Allir aðrir leikarar, að Hawke meðtöldum, falla hér í skuggann af meistaralegum leik Washington. Hawke skilar sínu hlutverki óaðfinnanlega án þess að vera með einhverja snilldartakta. Alltaf öruggur og klúðrar ekki sínum málum.
Einn af fáum göllum sem maður finnur á þessari mynd er þetta óþolandi eðli hetja kvikmyndanna að geta þolað endalausar barsmíðar, flug ofan af húsum og árekstur við bíla. Þetta er kannski í lagi í veruleikafirrtum Bondmyndum og Batman, en mér finnst passa illa í myndum sem eiga að hafa einhver tengsl við raunveruleikann.
Í hnotskurn er þetta mynd sem er hverrar mínútu virð, einkennist af framúrskarandi leik og góðri tæknilegri vinnu. Án efa ein af betri myndum ársins.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
16. nóvember 2001
VHS:
27. maí 2002