Disney og Marvel myndin Thor: The Dark World byrjar fantavel í sýningum utan Bandaríkjanna, en myndin var frumsýnd hér á landi í fyrradag, fimmtudaginn 31. október.
Myndin hefur þénað 45 milljónir Bandaríkjadala á fyrstu þremur dögunum í sýningum utan Bandaríkjanna, en sýningar hófust á miðvikudaginn.
Að loknum sýningum helgarinnar er útlit fyrir að myndin hafi rakað saman 100 milljónum dala.
Myndin hefur verið frumsýnd í 36 löndum, en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 8. nóvember.