Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verða haldin í fyrsta sinn í lok janúar, en eftir umfangsmikið forval, bæði meðal penna blaðsins og fleiri fróðra manna og margra af dyggustu notendum vefsins, eru tilnefningarnar tilbúnar og eru birtar hér.
Það er sérstaklega gaman að því hversu fjölbreyttar íslensku tilnefningarnar eru, enda hafa sjaldan verið gefnar út jafnmargar íslenskar myndir og á þessu ári. Í hverjum flokki etja þaulreyndir leikarar og kvikmyndagerðarmenn kappi við afar hæfileikaríka nýliða sem eiga framtíðina fyrir sér.
Það sem vekur annars helst athygli er að af erlendu myndunum er Inception, sci-fi-tryllir Christophers Nolan, er með flestar tilnefningar, eða 9 talsins. Næstar koma The Social Network og Shutter Island með 5 tilnefningar hvor og svo Scott Pilgrim vs. the World og Kick-Ass með 4 hvor.
Af íslensku tilnefningunum er það helst að Órói með heilar 5 tilnefningar, á meðan Mamma Gógó og Brim eru með 4 og Sumarlandið 3.
Það sem tekur nú við er val ykkar, lesendur góðir, þar sem þið getið kosið á tvo mismunandi vegu. Aðalleiðin er að fara á sérstaka síðu hér á Kvikmyndir.is, þar sem settur verður upp flottur kosningavefur þar sem þið greiðið ykkar atkvæði í hverjum flokki. Verður hann kominn í gang á morgun ef allt gengur upp. Hin leiðin er að senda ritstjóranum tölvupóst á erlingur@kvikmyndir.is, þar sem þið veljið einn valkost í hverjum flokki. Svo geta nokkrir heppnir kjósendur unnið glæsileg verðlaun sem verða tilkynnt á vefnum.
Hér er listinn kynntur í heild sinni, en á næstu dögum verða settar inn fleiri fréttir þar sem kafað verður í hvern einasta flokk og hver tilnefning skoðuð nánar. Er það hugsað kjósendum til hægðarauka þar sem flokkarnir eru ansi margir og því kannski erfitt að gera upp hug sinn í hvelli.
Við viljum einnig minna kjósendur á að kjósa samkvæmt bestu samvisku í hverjum flokki. Þó ykkur finnist ein mynd vera besta myndin eru brellurnar kannski betri í annarri og leikstjórnin betri í þeirri þriðju. Þið vitið, dæma í hverjum flokki á sínum forsendum.
Tilnefningarnar (hverjum flokki er raðað upp í stafrófsröð):
Besta gaman- eða söngvamynd:
Get Him to the Greek
Hot Tub Time Machine
Kick-Ass
The Other Guys
Scott Pilgrim vs. the World
Besta spennu- eða dramamynd:
The Ghost Writer
Inception
Shutter Island
The Social Network
The Town
Besta íslenska mynd:
Brim
Kóngavegur
Mamma Gógó
Órói
Sumarlandið
Besta fjölskyldumynd:
Alice in Wonderland
Despicable Me
How to Train Your Dragon
Shrek Forever After
Toy Story 3
Besta mynd frumsýnd á DVD:
(500) Days of Summer
After.Life
The Boys are Back
The Damned United
The Invention of Lying
Besti leikari:
George Clooney – Up in the Air
Jeremy Renner – The Town
Jesse Eisenberg – The Social Network
Leonardo DiCaprio – Inception
Leonardo DiCaprio – Shutter Island
Besta leikkona:
Chloe Moretz – Kick-Ass
Emma Stone – Easy A
Julia Roberts – Eat Pray Love
Marion Cotillard – Inception
Vera Farmiga – Up in the Air
Besti íslenski leikari:
Atli Óskar Fjalarsson – Órói
Gísli Örn Garðarsson – Kóngavegur
Hilmir Snær Guðnason – Mamma Gógó
Ingvar Eggert Sigurðsson – Brim
Kjartan Guðjónsson – Sumarlandið
Besta íslenska leikkona:
Birna Rún Eiríksdóttir – Órói
Hreindís Ylva Garðarsdóttir – Órói
Kristbjörg Kjeld – Mamma Gógó
Nína Dögg Filippusdóttir – Brim
Ólafía Hrönn Jónsdóttir – Sumarlandið
Besti leikstjóri:
Ben Affleck – The Town
Christopher Nolan – Inception
David Fincher – The Social Network
Edgar Wright – Scott Pilgrim vs. the World
Martin Scorsese – Shutter Island
Besti íslenski leikstjóri:
Árni Ólafur Ásgeirsson – Brim
Baldvin Z – Órói
Baltasar Kormákur – Inhale
Dagur Kári – The Good Heart
Friðrik Þór Friðriksson – Mamma Gógó
Besta handrit:
The Ghost Writer – Roman Polanski & Robert Harris
Inception – Christopher Nolan
Shutter Island – Laeta Kalogridis
The Social Network – Aaron Sorkin
Toy Story 3 – Michael Arndt
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part I:
Besta bardagaatriði:
The Expendables – Sylvester Stallone vs. Múrveggur
Inception – Hótelgangurinn sem snýst
Kick-Ass – Hit-Girl (Chloe Moretz) rústar dópsölunum
Kick-Ass – Big Daddy (Nicolas Cage) rústar öllum í lagerhúsnæðinu
Machete – Danny Trejo vs. Steven Seagal
Bestu tæknibrellur:
Harry Potter and the Deathly Hallows: Part I
Inception
Iron Man 2
Scott Pilgrim vs. the World
TRON Legacy
Besta tónlist:
Inception – Hans Zimmer
Scott Pilgrim vs. the World – Nigel Godrich
Shutter Island – Robbie Robertson
The Social Network – Trent Reznor & Atticus Ross
TRON Legacy – Daft Punk
Jæja, eruð þið tilbúin að byrja að kjósa?
-Erlingur Grétar