Tonderai endurgerir zombie hroll

Framleiðsla á endurgerð uppvakningahrollsins Day of the Dead eftir George Romero er á fullum skriði og nú hefur verið tilkynnt um ráðningu leikstjóra fyrir verkefnið, Mark Tonderai.

Day-of-the-Dead-opening-titles1

Tonderai er best þekktur fyrir að hafa stýrt annarri hrollvekju, House at the End of the Street, sem var með Jennifer Lawrence ( The Hunger Games ) í aðalhlutverkinu.
Ekki eru nema fimm ár síðan Day of the Dead var endugerð síðast, en þá var það Steve Miner (Halloween H2O), sem leikstýrði og Mena Suvari lék aðalhlutverkið, Sarah.
Upprunalega myndin er sú þriðja í röðinni í sígildum uppvakningaþríleik Romero.

Myndin gerist eftir að uppvakningaplága hefur herjað á jörðina og átök hefjast á milli hóps vísindamanna og hermanna sem búa í neðanjarðarbyrgi sem hefur verið öruggt skjól fyrir uppvakningunum.

Tökur myndarinnar eiga að hefjast á næsta ári.