Topp 10 beinagrindur í kvikmyndum

Leikarar leggja sumir mikið á sig fyrir þau hlutverk sem þeir taka að sér, hvort sem það er að grenna sig óhóflega, eða fita sig, en slíkir leikarar eru gjarnan kallaðir Method Actors, þ.e. þeir reyna að breyta sér í viðfangsefnið, eins mikið og þeir geta til að geta sett sig sem best í spor persónunnar.

Hér fyrir neðan er topp tíu listi fyrir leikara sem hafa grennt sig fyrir hlutverk þangað til þeir eru farnir að líkjast lifandi beingrindum. Sá síðasti til að breyta sér í „beinagrind“ fyrir hlutverk var Matthew McConaughey fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club þar sem hann leikur eyðnismitaðan mann.

1. Curtis „50 Cent“ Jackson

50 cent

Kvikmynd: „All Things Fall Apart“ (2011)
Hlutverk: Deon, frægur ruðningsleikmaður sem barðist við krabbamein
Þyngdartap: Meira en 22 kg.

2. Christian Bale

bale 2

Kvikmynd: „The Fighter“ (2011)
Hlutverk: Atvinnuhnefaleikamaðurinn Dicky Eklund, sem var haldinn krakkfíkn
Þyngdartap: „Ég fór aldrei á vigtina. Ég vildi ekki að þetta snerist um tölur; ég vildi að þetta snerist um útlitið,“ sagði Bale við Access Hollywood vefmiðilinn um hlutverkið.

3. Christian Bale

The Machinist movie image Christian Bale

Kvikmynd: „The Machinist“ (2004)
Hlutverk: Vélvirki sem var haldinn svefnleysi á háu stigi.
Þyngdartap: 28,6 kg. „Ég var haldinn einhverju sem mætti kalla heimskulegri hneigð til óbuganleika, eins og, „Ó jú, ég get gert það. Mér mun takast það,“ sagði Bale.

4. Collin Farrell

colin farrell

Kvikmynd: „Triage“ (2011)
Hlutverk:  Fréttaljósmyndari með PTSD ( Post Traumatic Stress Disorder )
Þyngdartap:  20 kg. Megrunin fólst í að borða bara túnfisk, kaffi og diet gosdrykki.

5. Matt Damon

matt damon

Kvikmynd: „Courage Under Fire“ (1996)
Hlutverk: Sjúkraliði í hernum sem fer í frí án leyfis ( AWOL – Absence Without Leave )
Þyngdartap: 18 kg.  Megrunin fólst í daglegum hlaupum og að borða kjúklingabringur, eggjahvítur og eina bakaða kartöflu á dag, ásamt fullt af kaffi og sígarettum.

6. Matthew Fox

matthew fox

Kvikmynd:Alex Cross“ (2012)
Hlutverk: Picasso, leigumorðingi sem tekur þátt í ólöglegri bardagakeppni
Þyngdartap: 18 kg. „Þetta var gegndarlaus líkamsþjálfun þar til ég þurfti að æla,“ sagði Fox.

7. Matthew McConaughey

matthew

Kvikmynd:Dallas Buyers Club“ (2013)
Hlutverk: Ron Woodruff, ródeó kúreki sem er greindur með HIV og er sagt að hann eigi 30 daga eftir ólifaða.
Þyngdartap: Um 18 kg. Aðferð, hreyfing og megrun.

8. Michael Fassbender

hunger

Kvikmynd: „Hunger“ (2008)
Hlutverk: Bobby Sands, leiðtogi fanga úr IRA, írska lýðveldishernum, sem fóru í hungurverkfall árið 1981.
Þyngdartap: 19 kg. Hann borðaði 600 kaloríur á dag, og borðaði sérstaklega mikið af hnetum og berjum.

9. Seth Rogen

seth rogen

Kvikmynd: „The Green Hornet“ (2011)
Hlutverk: Britt Reid/The Green Hornet
Þyngdartap: 18 kg. með hjálp einkaþjálfara.

10. Tom Hanks

tom hanks 2

Kvikmynd: „Philadelphia“ (1993)
Hlutverk: Andrew Beckett, lögfræðingur sem var dauðvona af völdum AIDS
Þyngdartap: Um 13,5 kg.

og svo ein tilviðbótar …

11. Tom Hanks

tom hanks

Kvikmynd: „Cast Away“ (2000)
Hlutverk: Chuck Noland, kerfisfræðingur sem lendir í flugslysi og endar uppi einn á eyðieyju í Kyrrahafinu.
Þyngdartap: Hanks bætti á sig 23 kg. til að leika hinn pattaralega Chuck, en þurfti síðan að losa sig við það allt saman til að sýna fram á hvernig hann léttist smátt og smátt á eyðieynni.