Tortímandinn traustur á toppnum

11 - Terminator GenisysNý mynd, Terminator: Genisys, með engum öðrum en tortímandanum Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverkinu, tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, og hafði þar betur en teiknimyndin Inside Out, sem er númer tvö á listanum, sína aðra viku á lista.

Í Bandaríkjunum, þar sem Terminator: Genisys var frumsýnd einnig nú um helgina, náði myndin einungis þriðja sætinu.

Ted 2, eftir Seth MacFarlane, fór úr fyrsta sætinu niður í það þriðja.

Fjórar íslenskar myndir eru á listanum; Hrútar, Albatross, Fúsi og Bakk, í þessari röð á listanum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice

 

dsafdsaf