Það er kominn nýr trailer fyrir næstu mynd Oliver Stone, en hún ber nafnið W. og fjallar um, eins og nafnið gefur í skyn, George W. Bush Bandaríkjaforseta. Farið er í gegnum ævi Bush, allt frá báráttu hans við bakkus á yngri
árum til upprisu hans í pólitíkinni sem varð að lokum til þess að hann
tók að sér embætti Bandaríkjaforseta þann 20.janúar árið 2001.
Elizabeth Banks leikur forsetafrúna, James Cromwell leikur George H. W.
Bush, Ellen Burstyn leikur Barbara Bush og Richard Dreyfuss leikur
varaforsetann Dick Cheney.
Trailerinn má sjá hér fyrir neðan
W. verður frumsýnd á Íslandi þann 7.nóvember næstkomandi

