Trúboðar leita að Neeson í Japan – Fyrstu myndir

Fyrstu ljósmyndirnar og plakötin fyrir nýjustu mynd Martin Scorsese, Silence, eða Þögn, í lauslegri íslenskri þýðingu, voru birtar í dag. Lítið hefur hingað til sést úr þessari mynd, en Paramount framleiðslufyrirtækið er þó nú þegar byrjað að sýna völdum aðilum myndina í tengslum við komandi verðlaunatímabil ( Óskarsverðlaun, Golden Globe osfrv. )

silence-3-620x202

Auk þess er von á fyrstu stiklu nú síðar í vikunni, nánar tiltekið á laugardaginn næsta.

Myndin er gerð eftir skáldsögu Shūsaku Endō og er með þeim Andrew Garfield, Liam Neeson og Adam Driver í aðalhlutverkum.

„Ef ég hefði haft 10 ár, þá hefði það samt ekki verið nægur tími fyrir mig til að búa mig undir hlutverkið,“ sagði Garfield í samtali við bandaríska dagblaðið New York Times. „Ég hellti mér út í allt er viðkemur Jesúítisma. Undirbúningurinn tók nærri heilt ár […].“

Myndir segir söguna af tveimur kristniboðum, sem Garfield og Driver leika, sem fara til Japans á sautjándu öldinni, í leit að týndum kennara þeirra, sem Neeson leikur. Þar reynir á trúarfestu þeirra, en á þessum tíma hafði kristin trú verið gerð útlæg úr landinu, og vera þeirra í landinu sömuleiðis harðbönnuð.

Myndin fer í sýningar í Bandaríkjunum 23. desember nk. Myndin er ekki komin með skráðan frumsýningardag hér á Íslandi ennþá.

Sjáðu myndir og plakat hér fyrir neðan:

silence-1-620x202

silence-2-620x202 silence-poster-620x967