Sambíóin frumsýna tvær nýjar myndir á miðvikudaginn næsta, 17. ágúst, Disneymyndina Pete´s Dragon og hrollvekjuna Lights Out.
„Disneymyndin Pete’s Dragon er væntanleg í bíó 17. ágúst og á örugglega eftir að heilla bæði börn og fullorðna upp úr skónum, en í þessu skemmtilega og spennandi ævintýri er teikningum blandað inn í leikin atriði svo úr verða hrífandi kvikmyndatöfrar,“ segir í tilkynningu Sambíóanna.
Sjáðu stiklu úr Pete´s Dragon hér fyrir neðan:
Aðalhlutverk: Oakes Fegley, Bryce Dallas Howard, Karl Urban, Robert Redford, Wes Bentley og Oona Laurence
Leikstjórn: David Lowery
Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllin Akranesi
Aldurstakmark: 6 ár
Skógarverðinum Grace Meacham bregður í brún að finna ungan dreng í skóginum sem virðist hafa lifað þar einn og óstuddur um margra ára skeið. Það sem hún veit ekki í fyrstu er að drengurinn á óvenjulegan vin, risastóran dreka að nafni Elliot.
Lights Out
„Eins og allir hrollvekjuunnendur vita þá er skemmtilegast að sjá góða hrollvekju án þess að vita of mikið um söguþráðinn og því munum við láta hann liggja á milli hluta í tilfelli Lights Out. Hins vegar getum við fullyrt að fyrir utan hrollinn og hrökkviatriðin kemur sagan í Lights Out hressilega á óvart og nær þvílíku flugi í lokakaflanum að áhorfendur grípa andann á lofti af spenningi!,“ segir í tilkynningu Sambíóanna um Lights Out.
Skoðaðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Aðalhlutverk: Teresa Palmer, Gabriel Bateman, Alexander DiPersia, Billy Burke og
Maria Bello
Leikstjórn: David F. Sandberg
Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllin Akranesi
Aldurstakmark: 16 ára
Áhugaverðir punktar til gamans:
– Lights Out hefur eins og sjá má fengið góða dóma margra gagnrýnenda, er með 7,6 í einkunn á Imdb og 78 á Rotten Tomatoes.
– Þetta er fyrsta bíómynd leikstjórans Davids F. Sandberg, en hún er byggð á samnefndri stuttmynd hans sjálfs frá árinu 2013.
– Lights Out er framleidd af hrollvekjumeistaranum James Wan sem ákvað strax eftir að henni lauk að ráða David F. Sandberg sem leikstjóra sinnar næstu myndar, framhaldsins af Annabelle sem var frumsýnd 2014. Gabriel Bateman, sem leikur Martin í Lights Out lék einnig eitt aðalhlutverkið í Annabelle.
– Lights Out var að svo miklu leyti sem hægt var tekin upp við venjulega heimilislýsingu og eru sum atriðin meira að segja tekin upp við kertaljós eingöngu. Þess má og geta að nánast öll atriðin í myndinni eru raunveruleg, þ.e. ekki tölvugerð að neinu leyti