Uppáhaldsatriði Quentin Tarantino

Uppáhaldsatriðið sem Quentin Tarantino hefur samið er upphafssenan í Inglorious Basterds sem gerist á frönskum bóndabæ. tarantino

Þetta sagði hann á Comic Con-hátíðinni þegar hann svaraði spurningum áhorfenda.

Atriðið er um 20 mínútna langt og þar ræðir nasistinn og „gyðingaveiðarinn“ Hans Landa við bóndann sem þar á heima, drekkur mjólkina hans og spyr hvort hann viti hvar Dreyfus-fjölskyldan hefur falið sig.

Hér má sjá  hluta af atriðinu:

Atriðið sem var í mestu uppáhaldi hjá Tarantino áður en hann samdi atriðið í Inglorious Basterds var með Christopher Walken og Dennis Hopper í True Romance frá árinu 1993. Þar flytur Hopper eftirminnilega ræðu um Sikileyinga.

Tarantino samdi handrit myndarinnar en leikstýrði henni ekki, heldur Tony Scott.

Í DVD-útgáfu myndarinnar segir Tarantino atriðið vera „sú stund á ferli mínum sem ég er stoltastur af“.

Sjón er sögu ríkari: