Verndarar alheimsins langvinsælastir

Verndarar alheimsins í Marvel kvikmyndinni Guardians of the Galaxy – Vol. 3 eru langvinsælastir í bíó á Íslandi aðra vikuna í röð. Tekjur kvikmyndarinnar námu næstum því átta milljónum króna um síðustu helgi og í heildina eru tekjurnar orðnar rúmlega þrjátíu milljónir frá frumsýningu.

Fyrrum toppmyndin um Super Mario bræður er nú í öðru sætinu en myndin hefur notið gríðarlegra vinsælda. Samanlagt eru áhorfendur orðnir 48 þúsund frá því myndin var frumsýnd.

Vinsælar vinkonur

Í þriðja sætinu sjáum við svo glænýja mynd. Það er hin þrælskemmtilega Book Club: The Next Chapter um vinkonur í bókaklúbbi á ferð um Ítalíu.

Sjáðu íslenska topplistann hér að neðan í heild sinni: