Verður Robin aðalfókus næstu Batman myndar?

Batman aðdáendur hafa lengi vitað að þríleikur væri vel inní myndinni eftir að leikstjórinn Christopher Nolan blés lífi í leðurblökuna með því að gera Batman Begins og síðan The Dark Knight sem verður frumsýnd nú í júlí.

Lengi var planið að hafa Jókerinn sem aðalfókus þriðju myndarinnar en þar sem stórleikarinn Heath Ledger er látinn mun það ekki vera möguleiki, og ljóst er að Jókerinn mun ekki líta dagsins ljós í lokamynd þríleiksins.

Batman 3 mun fjalla mun meira um Two-Face, sem verður að segjast að komi alls ekki á óvart. Aðstandendur Dark Knight hafa látið það útúr sér að þriðja myndin verði byggð á myndasögunum The Long Halloween en meira á Dark Victory.

The Long Halloween fjallar að miklum hluta um svipaða hluti og The Dark Knight, þ.e. Jókerinn og kynningu á Two-Face. Dark Victory er beint framhald af myndasögunni, og fjallar að miklum hluta um Two-Face en kynnir Robin til sögunnar.

Margir geta enn ekki sofið á nóttunni eftir að hafa séð þetta geirvörtufrík í Batman & Robin sem verður eiginlega bara verri með hverju árinu sem líður. Það er vonandi að Christopher Nolan viti nákvæmlega hvað hann ætlar að gera ef hann kynnir Robin til leiks, en margir Batman aðdáendur úti í honum stóra heimi eru strax orðnir BRJÁLAÐIR eftir að hafa heyrt þessar fréttir,