Verður Waltz vondi karlinn í Bond?

Talið er að Christoph Waltz hafi samþykkt að leika vonda karlinn í nýjustu James Bond-myndinni.  Christoph_Waltz

Ef þetta reynist rétt verður Óskarsverðlaunahafinn því höfuðandstæðingur Daniel Craig í myndinni, sem verður sú 24. í röðinni.

Á meðal annarra leikara í James Bond verða þau Ralph Fiennes, Naomie Harris, Rory Kinnear og Ben Wishaw sem öll léku í Skyfall sem kom út fyrir tveimur árum.

Leikstjóri verður sem fyrr Sam Mendes og er myndin væntanleg í bíó næsta haust.