New Line Cinema og Platinum Dunes hafa tekið næsta skref að því að endurlífga Freddy Krueger og koma honum á hvíta tjaldið aftur. Opinberlega er vinna hafin að handritsgerð að endurgerð/forvera hinnar upprunalegu A Nightmare on Elm Street sem kom út árið 1984.
Þessi endurgerð mun líklegast vera prequel, sem þýðir að hún gerist á undan fyrstu myndinni, en enn á þó eftir að ákveða 100% hvort þetta verði hrein endurgerð hinnar upprunalegu myndar. Eftir að A Nightmare on Elm Street kom út þá varð Freddy Krueger, aðalsöguhetja myndarinnar eitt frægasta illmenni hryllingsmyndasögunnar og framleiðendur ákváðu því að henda út haug af misgóðum framhaldsmyndum.
Wesley Strick hefur verið ráðin til að hafa yfirumsjón yfir handritsgerðinni, en hann hefur skrifað handritið m.a. að myndunum Doom og Cape Fear.

