Vopnasala og flugslys – Tvær nýjar sannsögulegar stiklur!

Tvær nýjar stiklur voru að koma út fyrir tvær væntanlegar myndir. Sú fyrsta, War Dogs, er sönn saga úr smiðju leikstjóra Hangover myndanna, Todd Philips, um tvo vini sem gerast stórtækir vopnaslar, en með hlutverk vinanna fara þeir Miles Teller ( Whiplash ) og Jonah Hill ( Wolf of Wall Street) en þeir fengu samning upp á 300 milljónir Bandaríkjadala frá Pentagon til að vopnvæða bandamenn Bandaríkjamanna í Afghanistan.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og plakatið neðst á síðunni:

Hinsvegar er komin út fyrsta stiklan fyrir aðra sannsögulega mynd, Sully, en hún fjallar um hið ótrúlega afrek þegar flugstjórinn Chesley B. „Sully“ Sullenberger stýrði US Airways flugi 1549, flugvél af tegundinni Airbus A320, í Hudson ánna eftir að báðir hreyflar misstu afl, stuttu eftir flugtak frá LaGuardia flugvellinum í New York. Tom Hanks leikur Sully og Aaron Eckhard leikur flugmanninn Jeffrey Skiles. Clint Eastwood leikstýrir.

Hér má skoða aðrar nýjar stiklur á kvikmyndir.is

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

 

War+Dogs+Poster