Vinsælir vopnasalar

Vopnasalarnir ungu í War Dogs heilluðu landann um helgina, og er War Dogs vinsælasta myndin á Íslandi eftir bíósýningar helgarinnar. Myndin er ný á lista.

Það eru þeir Jonah Hill og Miles Teller sem leika aðalhlutverkin, unga menn sem vinna við að snapa upp vopnasölusamninga við Bandaríkjaher, þar til að stóra tækifærið kemur!

war-dogs-2016-film-stills-and-wallpapers

Í öðru sæti bíóaðsóknarlistans íslenska er teiknimyndin Leynilíf dýranna, en hún er búin að vera í fimm vikur á lista. Í þriðja sæti er önnur ný mynd, teiknimyndin Robinson Crusoe. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

box 2