[Til að krydda aðeins upp á biðina eftir einni heitustu mynd ársins mun ég birta hér persónuprófíla á helstu persónur Watchmen-sögunnar – Þið getið fundið sömu upplýsingar á heimasíðu myndarinnar, en hér getið þið skoðað þær á íslensku.]
Prófíll #1 – COMEDIAN
Sem einn af virkustu hetjunum í Watchmen-heiminum hefur Edward Blake gengið undir nafninu Comedian (grínistinn) í nokkra áratugi. Blake starfar einnig aukalega fyrir bandarísku ríkisstjórnina og veitir aðstoð sína í Víetnam þ.á.m.
Upphaflega var búningurinn hans meira grínlegur í stíl við nokkurs konar hirðfífl, en með tímanum mótaðist hann eftir herklæðnaðinum sínum, sem endurspeglaði ofbeldisheigða persónuleika hans mun betur. Blake er einmitt þekktur fyrir egótripp sitt og sadisma.
Örlög Blakes og gjörðir eru lykilþættirnir í Watchmen-sögunni, og eflaust helsta þungamiðja hennar.
Skoðið fleiri karakterprófíla á www.kvikmyndir.is/watchmen.
Myndin verður frumsýnd 13. mars.

