20 staðreyndir um frægar hryllingsmyndir

Hrekkjavakan er á næsta leiti og af því tilefni eru hér 20 áhugaverðar staðreyndir um margar af vinsælustu hryllingsmyndum allra tíma. Endilega nýttu þér fróðleikinn í hrekkjavöku-partíinu um helgina til að sýna fólki hversu mikið þú veist um hrollvekjur.

the-shining-1

1. The Exorcist er fyrsta hryllingsmyndin sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin.

2. Rauður litur sést nánast í hverju einasta atriði í The Shining.

3. Á meðan á tökum á Scream stóð máttu leikararnir ekki sjá manninn sem talaði fyrir Ghostface (Roger L. Jackson). Leikstjórinn Wes Craven taldi að frammistaða leikaranna yrði raunverulegri ef þeir sæju hann ekki. Jackson faldi sig því á tökustaðnum og hringdi svo í leikarana þegar atriðin voru tekin upp.

scream

4. Sissy Spacek svaf í sömu blóðugu fötunum í þrjá daga á meðan á tökum stóð á atriðinu sem gerðist á lokaballinu í Carrie.

5. Upphaflegi titillinn á The Texas Chainsaw Massacre var Head Cheese.

6. Við tökur á upphafsatriðinu í Final Destination 2 þurftu leikararnir að fara í 26 ferðir í rússíbananum.

7. Blóðið sem var notað í Night of the Living Dead var súkkulaðisýróp.

8. Upphaflegi titillinn á Halloween var The Babysitter Murders. Nafninu var breytt því það þótti henta betur atburðum sem áttu að gerast á einum degi.

Halloween 2007 5

9. Sjö mismunandi kettir „léku“ Church í Pet Cemetery.

10. Eddie Murphy var einn þeirra sem komu til greina fyrir myndina Candyman.

11. Sarah Michelle Gellar fór í áheyrnarprufu fyrir hlutverk Julie í I Know What You Did Last Summer. Á endanum var það Jennifer Love Hewitt sem hreppti hlutverkið.

12. Janeane Garofalo hafnaði hlutverki Gale Weathers í Scream. Courteney Cox fékk hlutverkið í staðinn.

13. Enginn af leikurunum í Carrie sem fóru með hlutverk menntaskólanema voru í raun og veru unglingar.

texas_chainsaw_massacre_1_u_02

14. Íslendingurinn Gunnar Hansen, sem lék Leatherface í The Texas Chainsaw Massacre þurfti að vera í skóm með upphækkun til að hann gæti gnæft yfir mótleikara sína. Af þeim sökum átti Gunnar enn erfiðara með að hlaupa á eftir þeim með keðjusögina í hendi.

15. Þegar Regan (Linda Blair) ældi á séra Karras (Jason Miller) í The Exorcist átti ælan að lenda á brjóstkassanum á honum. En vegna þess að slangan sem var notuð var vitlaust stillt fékk hann æluna í andlitið. Viðbjóðs-svipurinn á Miller þegar hann þurrkaði í burtu æluna var því raunverulegur.

the exorcist

16. Tökur á The Blair Witch Project stóðu yfir í aðeins átta daga.

17. Söguþráðurinn fyrir Final Destination var upphaflega ætlaður fyrir þátt af The X-Files.

18. Psycho er ekki bara ein frægasta hryllingsmynd allra tíma heldur gerðist það í einu atriðanna að sturtað var niður úr klósetti. Það var í fyrsta sinn sem slíkt var gert í bandarískri mynd.

19. Molly Ringwald var boðið aðalhlutverkið í Scream.

20. Saw var tekin upp á aðeins 18 dögum. Engar tökur fóru fram utandyra vegna þess að framleiðendurnir höfðu ekki efni á því.

Listinn er byggður á umfjöllun uk.eonline.com en þar samanstendur listinn af 31 staðreynd.