201 Ráðgáta og sex nýjar

Nú eru aðeins 202 dagar þar til sjónvarpsþættirnir Ráðgátur, eða X-Files, eins og þeir heita á frummálinu, koma aftur á skjáinn í Bandaríkjunum. Aðdáendur þáttanna með aðgang að Fox sjónvarpsstöðinni, geta horft á einn þátt á dag fram að frumsýningu nýju þáttanna, en alls voru gerðir 201 þáttur á sínum tíma.

x-files-trailer

Í meðfylgjandi stiklu er þessi sýning þáttanna auglýst, og við fáum að sjá fyrstu sýnishornin úr nýju þáttunum, sem hefja göngu sína eins og áður sagði, strax að loknum sýningum allra gömlu þáttanna.

Í nýja sýnishorninu sjáum við þau Mulder (David Duchovny) og Scully (Gillian Anderson) brjótast í gegnum hurð og koma inn í dimmt herbergi, sem er aðeins lýst með vasaljósum þeirra. Þau eru vart sýnileg, en þó nóg til að gera okkur spennt.

Nýju The X-Files þættirnir, alls sex að tölu, verða frumsýndir þann 24. janúar nk. á Fox sjónvarpsstöðinni.

 

Stikk: