24 bíómyndir um fótbolta

Sífellt fleiri bíómyndir eru nú gerðar um „Fallega leikinn“, fótbolta, bæði í Hollywood og í öðrum löndum, enda er fótboltinn vinsælasta íþrótt í heimi.

shestheman.101807

Í tilefni af því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta er byrjuð í Brasilíu þótti okkur á kvikmyndir.is við hæfi að taka saman lista yfir nokkrar af bestu fótboltamyndum sem gerðar hafa verið.

Margar fótboltastelpur- og strákar kannast til dæmis við myndina She´s the Man með Amanda Bynes og Channing Tatum í aðalhlutverkum, en þeir sem eldri eru muna eftir myndum eins og Victory þar sem knattspyrnugoðsagnir eins og Pelé og Osvaldo Ardiles fóru með aðalhlutverk ásamt Sylvester Stallone og fleiri góðum.

Þá má ekki gleyma íslensku fótboltamyndunum, en þar er skemmst að minnast myndarinnar Íslenski draumurinn eftir Róbert Douglas.

Kíktu á listann með því að smella hér, lestu um myndirnar og horfðu á stiklur úr þeim.

Góða skemmtun á HM og í bíó um helgina!