25 hlutir sem þú vissir ekki um Arnold Schwarzenegger

arnold schwarzenegger barclays bike call 2 310311Ef þú hélst að þú vissir allt um súperstjörnuna Arnold Schwarzenegger, þá skjátlast þér mögulega hrapallega, því það eru amk. 25 atriði sem  hann telur að þú vitir ekki um hann.

Leikarinn, og vaxtarræktarmaðurinn fyrrverandi, 69 ára, deildi þessum upplýsingum nú nýverið með lesendum tímaritsins Us Weekly, en greinin var skrifuð í tilefni af því að Schwarzenegger er byrjaður með nýjan raunveruleikaþátt á NBC sjónvarpsstöðinni, The Celebrity Apprentice.

 

Þegar ég var formaður nefndar forsetans um heilsu, íþróttir og næringu (  President’s Council on Fitness, Sports & Nutrition ) á árunum 1990 – 1992, þá heimsótti ég öll 50 ríki Bandaríkjanna.

Ég átti upphaflega að leika góða gæjann, Kyle Reese, í Terminator frá árinu 1984, og O.J. Simpson átti að leika Tortímandann sjálfan.

Ég er betri grillari en allir sem ég þekki

Ég á smáhest, Whisky, sem kemur inn til mín reglulega til að stela haframjölinu mínu og próteinduftinu.

Ég mála mín eigin jólakort

Ég þáði engin laun fyrir bíómyndina Twins af því að kvikmyndaverið var að taka áhættu með því að fela mér hlutverk í grínmynd. Ég gerði hinsvegar samning um hluta af hagnaði, og þénaði meira af myndinni en nokkurri annarri mynd

Ég leik skák til að slaka á þegar ég er að vinna. Ef við erum að taka upp að nóttu til, þá leik ég allt að 30 skákir.

Ég ólst upp í Austurríki án aðgangs að síma, rennandi vatni eða vatnsklósetti.

Ég flaug ekki í flugvél fyrr en ég var orðinn 19 ára gamall.

Ég þénaði lítið á vaxtarrækt; til dæmis þénaði ég bara um 1.000 Bandaríkjadali í heimsmeistarakeppninni. Þannig að ég stofnaði múrsteinafyrirtæki með besta vini mínum, Franco, til að eignast peninga.

Ég elska að versla í Walmart. Ég hef verið í snjáðum gallabuxum úr Walmart á rauða dreglinum.

Ég hjóla á hverjum morgni í ræktina og æfi mig. Það er fíkn.

Ég keypti fyrstu íbúðablokkina mína árið 1974, átta árum áður en ég lék í Conan the Barbarian.

Ég er hrifnari af myndsímtölum en venjulegum símtölum.

Ég notaði ekki síma fyrr en ég var 15 ára gamall.

Richard Nixon var fyrsti forsetinn sem ég hitti, og ég hef hitt hvern einasta Bandaríkjaforseta síðan þá. Vinir mínir segja að ég sé eins og Forrest Gump.

Ég átti smá-grís sem hét Bacon. Við urðum að senda hann í megrun því krakkarnir gáfu honum of mikið að éta.

Ég elska að skíða, og það er skíðabraut nefnd eftir mér í Sun Valley í Idaho.

Ég lærði á vatnaskíði árið 1975 í Birmingham í Alabama, þegar ég var að taka upp myndina Stay Hungry.

Þegar ég fór í spjallþátt Jay Leno árið 2003 til að tilkynna að ég byði mig fram til ríkisstjóra Kaliforníu, þá var ég sá eini sem vissi það.

Eini rétturinn sem ég stelst í er Kaiserschmarrn, austurrískur eftirréttur sem er eiginlega bara niðurrifnar djúpsteiktar pönnukökur. Hann er hrein himnasæla.

Þegar ég bjó í Munchen, þá vann ég steinalyftingakeppni í bjórskála. Steinninn vóg 254 kg.

Ég varð ungdómsmeistari í Evrópukeppninni í Curling.

Ég á meira en 50 pör af kúrekastígvélum.

Ég flutti til Bandaríkjanna árið 1968 og það eina sem ég hafði með mér var íþróttataska.