Tæplega fjörutíu milljónir voru greiddar í aðgangseyri í bíóhúsum landsins um helgina samkvæmt aðsóknarlista FRISK sem birtur var í gær og 23.600 manns mættu í bíó. Það eru 6,4% þjóðarinnar. Til samanburðar var greiddur aðgangseyrir helgina þar áður um 29 milljónir króna. Tekjurnar jukust því um 38% milli vikna.
Eins og kom fram í frétt fyrr í vikunni þá var Leynilögga vinsælasta mynd helgarinnar með tæpar sextán milljónir í greiddan aðgangseyri. Auk hennar eru nú fimm nýjar myndir á topplistanum, en næst vinsælust er Tom Hardy myndin nýja, Venom: Let There be Carnage, en tekjur af sýningum hennar um helgina námu 8,3 milljónum króna.
Í þriðja sætinu er mynd sem er búin að vera í þrjár vikur í sýningum, James Bond myndin nýja No Time to Die. Á tímabilinu nema tekjur af sýningum hennar rúmri sjötíu og einni milljón króna.
Svo við höldum áfram að telja upp nýjar myndir á lista þá er teiknimyndin nýja Ron er í rugli í fjórða sæti listans með 2,8 milljónir króna í tekjur og í tíunda sæti er ný Bíó paradís mynd, The Wedding, með 273 þúsund krónur í tekjur.
Aðrar nýjar á lista eru Titane og Óskarsverðlaunamyndin Minari, sem einnig eru sýndar í Bíó Paradís.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: