Venom: Let There Be Carnage (2021)
Venom 2
Eddie Brock reynir að laga sig að sínu nýja lífi, sem hýsill lífverunnar Venom, sem er ættuð utan úr geimnum.
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Hræðsla
Blótsyrði
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Eddie Brock reynir að laga sig að sínu nýja lífi, sem hýsill lífverunnar Venom, sem er ættuð utan úr geimnum. Venom veitir Brock ofurhæfileika sem hann notar til að vera sjálfskipaður löggæslumaður götunnar. Brock reynir að endurvekja feril sinn sem blaðamaður með því að taka viðtal við raðmorðingjann Cletus Kasady. Hann á síðan eftir að breytast í hýsil fyrir lífveruna Carnage en Kasady sleppur úr fangelsi eftir að aftaka hans fer forgörðum.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Tom Hardy er skráður sem meðhöfundur handrits. Hann er þar með fimmti leikarinn til að fá slíka skráningu í ofurhetjumynd, en aðrir eru Christopher Reeve (Superman IV: The Quest for Peace (1987)), Paul Rudd (Ant-Man (2015)), Edward Norton (Incredible Hulk) og Ryan Reynolds (Deadpool 2 (2018)).
Myndin er aðeins 97 mínútur að lengd og er því stysta ofurhetjumynd sem frumsýnd hefur verið frá árinu 2007 ( fyrir utan myndir sem fóru beint á vídeó eða teiknaðar myndir ) þegar Fantastic Four: The Rise of the Silver Surfer var frumsýnd en hún var 92 mínútur.
Frumsýningu myndarinnar var frestað nokkrum sinnum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta dagsetning var október 2020, svo júní 2021, svo september 2021 og svo loks október 2021.
Þetta er fjórða Marvel ofurhetjumyndin með tónlist eftir Marco Beltrami, en hann gerði einnig tónlist fyrir Logan (2017), Fantastic Four (2015) og The Wolverine (2013)
Óþokkinn í myndinni, Carnage, átti upphaflega að koma við sögu í Venom (2018) .
Fjórir óskarstilnefndir leikarar leika í myndinni: Tom Hardy, Woody Harrelson, Naomie Harris og Michelle Williams.
Vinnuheitið á meðan á tökum stóð var einfaldlega Venom 2. Á einum tímapunkti hugleiddi Sony að kalla myndina Venom: Love Will Tear Us Apart eftir tillögu frá leikstjóranum Andy Serkis (hann er aðdáandi bresku eitís nýbylgjuhljómsveitarinnar Joy Division)
Þetta er fyrsta Andy Serkis myndin sem er ekki með tónlist eftir Nitin Sawhney.
Í myndinni leika báðir ensku leikararnir sem leikið hafa glæpaforingjann alræmda Al Capone; Tom Hardy og Stephen Graham. Hardy lék Capone í bíómyndinni Capone frá 2020 en Graham lék þrjótinn í sjónvarpsþáttunum Boardwalk Empire.
Höfundar og leikstjórar

Andy SerkisLeikstjóri
Aðrar myndir

Kelly MarcelHandritshöfundur
Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Columbia PicturesUS

Pascal PicturesUS

Matt Tolmach ProductionsUS
Arad ProductionsUS





























