Fred Durst að leikstýra!!

Nú er nýjasta nýtt að stórsöngvarinn Fred Durst úr hljómsveitinni Limp Bizkit er að öllum líkindum að fara að leikstýra sinni fyrstu mynd. Verður það ungmafíósamyndin Wanna-Be en hún fjallar um hvernig synir og dætur mafíósa fylgja í fótspor feðra sinna og gerast glæpónar en fylgja þó ekki heiðurs- og starfsreglum eldri kynslóðarinnar. David Fincher ( Fight Club , Seven ) mun líklega verða einn af framleiðendum myndarinnar en hann og Durst eru góðir félagar. Paul Walker ( The Fast and the Furious ) fær líklega allt að 2 milljónum dollara fyrir að leika aðalhlutverkið í myndinni ásamt Scott Caan ( The Fast and the Furious ).