Náðu í appið
10
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Fast and the Furious 2001

Frumsýnd: 24. ágúst 2001

If you have what it takes... You can have it ALL!

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 58
/100
Fékk MTV verðlaun fyrir besta leikaradúó í kvikmynd: Vin Diesel og Paul Walker

Götukappakstursbílstjórinn Dominic Toretto er grunaður um að hafa tekið þátt í ránum þar sem við sögu koma hraðskreiðir bílar. Brian O'Connor, sem er lögregluforingi í lögreglunni í Los Angeles, fer í dulargervi og verður hluti af gengi Toretto til að reyna að afla sönnunargagna gegn honum og gengi hans. O´Connor heillast hinsvegar af þessum lífstíl,... Lesa meira

Götukappakstursbílstjórinn Dominic Toretto er grunaður um að hafa tekið þátt í ránum þar sem við sögu koma hraðskreiðir bílar. Brian O'Connor, sem er lögregluforingi í lögreglunni í Los Angeles, fer í dulargervi og verður hluti af gengi Toretto til að reyna að afla sönnunargagna gegn honum og gengi hans. O´Connor heillast hinsvegar af þessum lífstíl, og verður auk þess ástfanginn af systur Toretto, Mia. Þegar annað kappakstursgengi fer að ógna þeim, þá þarf O´Connor að ákveða með hvaða liði hann ætlar að spila. ... minna

Aðalleikarar


Alveg hreint hörmuleg mynd í alla staði. Vin Diesel er náttúrulega töffari en hann kann bara ekki að leika, og það sama gildir um kellinguna hann Pál Labbara. Það er eins og Rob Cohen hafi sagt Walcer að vera bara þarna og reyna að romsa upp úr sér rullunni sinni svo að áhorfendur gætu fengið sína mynd á skjáinn. Það gengur náttúrulega ekki upp. Bílarnir eru svosem ekkert merkilegir, en ekki ljótir heldur. Það eru bara engir alvöru bílar í þessari mynd, Það er ekki einu sinni kappaksturs bragur yfir þessu. Það er allt falið undir plasti og límmiðum. Svo var það eitt sem að ég fattaði ekki(reyndar tvennt). Af hverju fóru boltarnir að losna á botnplötunni á bíl Walkers þegar allt var á fullu í keppninni, og HVERS VEGNA Í ÓSKÖPUNUM tók Diesel bjórinn af vini sínum, rétti honum flöskina og sagði að hann mætti þiggja bjór svo lengi sem það væri Corona Extra bjór. Þarna var eins og það væri ekkert skrifað niður um samræður leikendanna, heldur mættu þeir bara spinna einhverja vitleysu úr sínum gegnsýrða Hollywood heila.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Fast And The Furious inniheldur flottum gellum, flottum bílum og Vin Diesel sem bjargar mörgu, og fátt annað get ég verið sáttur með. Í fyrsta lagi fannst mér myndin vera óspennandi í alla staði og ekki er hægt að hrósa handritinu þó það skipti kannski ekki miklu máli þar sem aðeins er spáð í bíla. Svo er gaman að segja frá því hversu Paul Walker var góður í sínu hlutverki, ok hann hefur útlitið með sér en grey drengurinn getur bara ekki leikið og þó hér sé um að ræða flotta bíla og flotar gellur, en ég hélt ég nú að leiklistin myndi skipta máli en alla vega fór þetta í taugarnar á mér. Tónlistin hentaði myndininni svo sem ágætlega þó svo að rappið hafi verið frekar hundleiðinlegt á köflum. Það er alveg á hreinu að hér sé komin mynd fyrir bílanördana og 15 ára gelgjurnar en fyrir hina myndi ég bara láta hana eiga sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Paul Walker leikur gaur sem vinnur hjá lögguni og þarf að ver í dulargervi sem ökuþór í ólöglegu kappakstursgengi. Vin Diesel leikur Dominic, mann sem stjórnar þessari starfsemi og er að halda að Paul sé lögga. Til að bæta gráu ofan á svart er asískt gengi sem ætlar að drepa Dominic. Vin Diesel leikur ekki sérlega vel en Paul Walker og Michelle Rodriguez leika miklu betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef nú séð nokkrar myndir í gegnum tíðina sem að hafa reynt svo mikið að vera töff að maður fær bara gæsahúð af viðbjóði, en þessi mynd slær þeim sko öllum við.

Myndin hafði samt engu að síður alveg svaðaleg áhrif og út frá sér þessu spruttu út úr hellunum sínum og undan brúnum alls konar skrautlegir Wannabí njörðar á flottum bílum (jú þeir mega eiga það) og loksins héldu þeir að þeir væru núna orðnir viðurkenndir sem að þegnar þjóðfélagsins og gætu látið sjá sig úti, sterkasta dæmið um þetta hlýtur að vera live2cruze klúbburinn sem að fór á sérforsýningu á báðum myndunum. Myndin var viðbjóður og eftir að hafa séð þessa sjúklega hallærislegu mynd þá liggur við að ég muni bara reyna að eiga sjúklega ryðgaðar bíldollur í komandi framtíð til að reyna að forðast það að vera sjálfur eitthvað í líkingu við þennan vanskapnað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vil bara sega eitt! Þessi mynd hentar einungis þeim sem eru til í hraðar myndir með bílaeltingaleikjum og svoleiðis! Ekki fyrir þá sem hafa gaman af rómantískum gamanmyndum eins og mér!

Því að þessi mynd fannst mér hreinlega bara leiðinleg og ekkert annað! Vin Diesel var nú samt mjög góður og svolleis en mér fannst þessi mynd bara ekkert höfða til mín. Ég er nú samt viss um að flestum finnst þessi mynd góð...en ég er bara að segja mitt álit. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.04.2022

Hefur varla séð neina kvikmynd - nýtt hlaðvarp

Glænýtt kvikmyndahlaðvarp, "Heimabíó", hefur litið dagsins ljós. Margir gætu kannast við þáttastjórnendurna, þá Sigurjón Inga Hilmarsson sem verið hefur útvarpsmaður á KissFM, stjórnað hlaðvarpinu Poppkúltu...

25.05.2013

Fast & the Furious 6 slær í gegn

Fast and the Furious serían hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir á ferlinum. Fyrir sjö árum náði The Fast and the Furious: Tokyo Drift til dæmis rétt að skrapa saman 25 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni ...

04.10.2011

Statham í Fast 6 & 7?

Orðrómur gengur nú um veraldarvefinn þess efnis að hörkutólið sköllótta Jason Statham sé í viðræðum um að ganga til liðs við næstu Fast & The Furious myndir. Já, myndir, því samkvæmt orðróminum verða Fast Six...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn