Náðu í appið
10
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

2 Fast 2 Furious 2003

(Too Fast Too Furious)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 13. júní 2003

How Fast Do You Want It?

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
Rotten tomatoes einkunn 50% Audience
The Movies database einkunn 38
/100

Brian O´Connor, sem núna er fyrrverandi lögga á flótta, gengur í útlaga-götukappakstursgengi, þar sem innanborðs er æskufélagi hans og fyrrum fanginn, Roman Pearce. Samtímis starfar hann með útsendara tollsins, Monica Fuentes, en hún vinnur á laun við að koma lögum yfir eiturlyfjabaróninn Carter Verone í Miami.

Aðalleikarar


Þessi mynd er geðveik og ekkert annað, gefur fyrri myndinni ekkert eftir! Þegar ég sá þessa mynd auglýsta fyrst þá bjóst ég ekki við miklu af henni því það vantaði Vin Disel en svo kom allt annað í ljós. En Brian O´ Conner (Paul Walker) er kominn til Miami frá L.A og er ekki lengur í löggunni. Löggan fréttir af einum kappakstrinum hjá honum og mætir á staðinn, og eftir smá eltinarleik þá nær hún honum og gefur honum 2 valkosti annar að fara í fangelsi eða hjálpa löggunni að elta einn stærsta eitulyfjasala á Miami. Brian og Roman Pearce (Tyrese Gibson) eiga að gerast streetracers, en þeir fá smá hjálp frá hinni gullfallegu Monicu Fuentes (Eva Mendes) sem er búinn að koma sér inn hjá Carter Verone (Cole Hauser) en hún vinnur hjá löggunni. En þessi mynd er klárlega ein af betri bílamyndum sem gerðar hafa verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

2 Fast 2 Furious er ekta svona poppkornflick eins og maður segir á ensku,á Íslensku yrði það þýtt sem poppkornsmynd eða poppkornsskemmtun og 2F2F er ágæt sem svoleiðis skemmtun en það þýðir ekki að hún sé góð kvikmynd,Nei allsekki en það er eitt sem hún má eiga,það er það hún er mikið skárri en fyrsta myndin og það er gott að Rob Coen leikstýrir ekki,hann er að mínu mati einn af verstu leikstjórunum,Skulls,xXx og fast and the furious voru mjög lélegar en þó var sínu síðarnefnda skárst en samt mjög slöpp.Coen g Paul Walker mundu gera kvikmyndaelskendum greiða með því að hætta að gera kvikmyndir,þeir eru HRYLLILEGIR.En Walker er kominn aftur sem Brian sem er núna fluttur til Miami og fær það verkefni frá lögreglunni að handtaka eiturlyfja barón(Cole Hauser)og koma upp um hann og löggan mun þá hreinsa sakarskránna hans,gamall vinur hans Roman(Tyrese)fær að aðstða hann og þeir frá hjáp frá súper gellunni Monicu(Eva Mandes) en hún dulbýr sig sem viðhald barónsins.Og inní þetta blandast svo fáklæddar og flotttar stelpur og mjög flottir bílar.Ég fýla ekki svona myndir en þessi er svo sem ágæt skemmtun en ekkert annað því hún hefur enga kosti.Leikararnir eru langt frá því að geta leikið eða eitthvað nálagt því en eru gæða leikarar miðan við leikarana úr fyrri myndinni,ef Walker er ekki talinn með.Eva Mandes,Tyrese og Devon Aki koma í staðinn fyrir Michelle Rodrigues,Vin Diesel og Jordana Brewster og eru mikið skárri eins og ég sagði áður.Handritið er slappt en myndin hefur alveg ágætt skemmtana gildi og er frekar svöl þó að hún sé léleg.Ekki búast við neinu öðru en aðeins skemmtun með gellum og bílum.Mæli ekki með fyrir sönnum kvikmyndaáhugamönnum en þeir sem vilja bara Hollywood og hasarmyndir mega sjá þessa en aðrir eru ekki að missa af neinu.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er einn besta bílamynd sem éghef á ævini séð en fyrsta myndinn var ekkert svo góð en þessi er bara mjög góð bílarnir í myndinni og leikarnir allir að standa sig í stikinu og ég mæli með þessari mynd 100 % :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreinasta hörmung frá upphafi til enda. Fast and the furious(fyrri myndin með Vin Diesel) kom nokkuð á óvart í endann en nær samt ekki með tærnar þar sem kvikmyndagerð hefur hælana og þessi er enn verri. Paul Walker kemur hér aftur í hlutverki Brians O'Connor, fyrrverandi löggu sem núna er krimmi sem stundar glanna akstur á götum Miami (karakter sem tók rétta stefnu í lífinu). Löggan loksins nær honum og í staðinn fyrir að stinga honum inn láta þeir hann hjálpa sér að finna og handtaka eiturlyfja baróninn Carter Verone (Cole Hauser) og þá skuli þeir eyða sakaskránni hans, hann samþykir með því skilyrði að hann fái að velja sér félaga sem er auðvitað Roman Pearce (Tyrese). Myndirnar báðar sýna einhvern afskræmdan raunveruleika þar sem smákrimmar og aðrir fyrirmyndaborgarar koma saman á kvöldin í stórborgunum, loka götum, og breyta heilu hverfunum í Rallybraut þar sem rándýrir bílar (hvernig sem þessir einstaklingar fá peninga fyrir þeim) eru notaðir. Myndin er ömurlega leikin og stútfull af klisju- töffara skap, einhverju tilbúnu bílaslangri sem a sér enga stoð í raunveruleikaranum, tölvugerðum kappakstri, leiðinlegri tónlist, nöktum kvennmönnum og flottum bílum. Þessi mynd er einsog langt og hrillilega leiðinlegt hipphopp, R&B myndband. Þvílík sóun á filmu og peningum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á myndina með þá von eina að bílarnir stæðu fyrir sínu.

Það sem ég fékk var flottir bílar og sorglegur leikur.

Brian O'Connor er svo hræðilega leikinn að það hreint út sagt sorglegt. Roman Pearce er skondinn og fær mann til að flissa smá en ekki nóg til að bæta upp fyrir 800 karlinn minn. Fyrri myndin var ekkert spes, en þegar maður ber þær saman þá er hún óskarsmynd.


kv.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.04.2022

Afhverju eru vondu kallarnir ekkert vondir?

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Heimabíó er lentur á allar helstu veitur. Þessa vikuna halda Sigurjón og Tryggvi áfram í Fast And The Furious maraþoninu en nú er komið að 2 Fast 2 Furious eftir John Singleton. Eins og við sögðum frá ...

21.06.2020

Nýjasta mynd Baltasars komin með fjárfesta

Sannsögulega dramað Arthur the King í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur náð að tryggja sér framleiðslufjármagn, en frá því var greint í Variety nú á dögunum. Segir þar að myndin hafi fengið fullan styrk fyrr ...

07.04.2020

Nýrri kvikmynd Baltasars frestað: „Það þýðir ekkert að tuða um þetta“

„Þegar við heyrum af eldgosum og veirum, þá erum við minnt á að við búum á stað sem kallast Jörð, sem er stærri og öflugri en við öll. Stundum eigum við til að gleyma þessu. Við teljum vírusa og fleira sl...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn