Náðu í appið
10
Bönnuð innan 12 ára

The Fast and the Furious: Tokyo Drift 2006

(The Fast and the Furious 3)

Frumsýnd: 30. júní 2006

On the streets of Tokyo, speed needs no translation...

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Bandarískur unglingur að nafni Sean Boswell er einfari í skólanum, en þrátt fyrir það þá skorar hann á helsta andstæðing sinn í ólöglegan kappakstur á götum Alabama, en rústar bílnum í lok kappakstursins. Til að sleppa við að fara í fangelsi þá er hann sendur til Tókíó til að búa með föður sínum sem gegnir þar herþjónustu. Um leið og hann... Lesa meira

Bandarískur unglingur að nafni Sean Boswell er einfari í skólanum, en þrátt fyrir það þá skorar hann á helsta andstæðing sinn í ólöglegan kappakstur á götum Alabama, en rústar bílnum í lok kappakstursins. Til að sleppa við að fara í fangelsi þá er hann sendur til Tókíó til að búa með föður sínum sem gegnir þar herþjónustu. Um leið og hann kemur til borgarinnar, þá uppgötvar hann nýja og skemmtilega, en hættulega aðferð við að keppa úti á götu, í undirheimum Tókíóborgar. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Fallegt fólk á fallegum bílum
Það kom mér alltaf jafn mikið á óvart hversu góðar móttökurnar voru þegar fyrsta Fast and the Furious-myndin kom út um sumarið 2001. Þetta gat orðið hin fullkomna strákamynd, og margir í dag eru jafnvel enn hlynntir þeirri skoðun um að hún sé það. Ég, hins vegar, sá fátt annað en döpur þunnildi með fáeinum góðum kappaksturssenum en því miður sorglegum frammistöðum og ennþá verra handriti.

Hið óvænta framhald, sem bar öfgakennda titilinn 2 Fast 2 Furious, kom út í augum meirihlutans sem miklu lélegri kvikmynd heldur en sú fyrsta. Sjálfur sá ég hið öfuga. Framhaldsmyndin var verr stödd í gæðum mögulega, en hún a.m.k. náði þó að tryggja ákveðið skemmtanagildi með því að vera meðvituð um það hversu hallærisleg hún var og reyndi ekkert að þvinga neitt upp á persónur eða söguþráð eins og fyrri myndin gerði.

Ég get ekki sagt að ég hafi farið á Tokyo Drift með bjartsýni í huga. Ég átti von á heiladauðri bílamynd með áherslurnar lagðar á afþreyingargildið. Ekki tel ég þetta vera einhver rosa standard, en á endanum fékk ég aðeins helminginn af þessu.

Tokyo Drift lendir í sömu gryfju og fyrsta myndin gerði. Myndin reynir alltof mikið að sóa tíma í það að byggja upp leiðinleg persónutengsl ásamt því að leggja óþarfar áherslur á fyrirsjáanlegan söguþráð sem hvort eð er fuðrar strax upp og verður að engu. Þetta eiginlega drepur tilgang þessarar myndar. Ég er nokkuð viss um að hver sem borgar sig inn á myndina ætlist til þess að sjá adrenalín-flæðandi bílahasar, í stað þess að byggja upp samúð fyrir persónum sem virka aldrei neitt meira heldur en tvívíðar. Auk þess eru leikarar myndarinnar heldur óþolandi.

Handritið reynir líka að vera snjallara en það í raun og veru er, og hvernig myndin nær að taka sig eins alvarlega og hún gerir á köflum er óskiljanlegt að mínu mati. Bílahasarinn er náttúrlega góður. Ekki spurning um það. Hann rétt svo nær að gera sýningartímann þess virði, en það er óhemju tæpt.

Myndin fær plús fyrir að vera passlega þolanleg afþreying, sömuleiðis fyrir óvænta lokasenu. Annars held ég að þessi sería sé löngu orðin bensínlaus.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekkert spes mynd í raunin bara leiðinleg. Suðræni hreimur John lucas er ekki beint að gera sig í Tokyo og var það að angra mig nærum því alla myndina. Þetta er mjög lík formúla og í fyrstu myndini aðalpersónan (john lucas) byrjar sem ekkert spes driver en endar sem meistari útaf einhverjum meistara sem hjálpaði honum og þeir verða bestu og nánustu vinir í myndini þótt þeir þekkjast kannski bara í 2 mánuði eða eitthvað álíka. Af mínu mati hafa íslenskir kvikmyndagagnrýnendur gefið þessari mynd of mikið credit (ekki í fyrsta sinn). En samt sem áður ef þú ert mikil bílakall og með lítið vit á kvikmyndum þá gætiru vel haft gaman af þessari mynd. Í stuttu máli þá er sagan leiðinleg og það eina sem leikararnir gerðu rétt var að muna textan sinn sem er kannski orðið nóg til að ráða þá ég allavegana man eftir tíma þar sem maður þurfti hæfileika til að leika í leikriti eða bíómynd (ætli það hafi ekki farið til fjandans þegar crossroads með spears kom út) já í stuttu máli segjiði eiginlega ekkert varið í þessa mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn