Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Four Brothers 2005

Frumsýnd: 4. nóvember 2005

They came home to bury mom... and her killer

109 MÍNEnska

Fjórir ættleiddir bræður koma til að hefna móður sinnar, en hún dó að því er virðist í tilviljanakenndu drápi þegar matvörubúð var rænd. En rannsókn bræðranna á dauðanum leiðir í ljós ýmislegt glæpsamlegt, og tengsl eins bróðurins við alræmdan þrjót í bænum. Tvær löggur sem vinna í málinu eru mögulega ekki allar þar sem þær eru séðar.

Aðalleikarar


Ég skrapp á næstu videoleigu og sá þessa mynd þar í rekkanum, þegar ég tók hana þaðan bjóst ég við einni klisjunni enn frá Hollywood.

Þegar hún byrjaði sá ég strax að þetta var enginn Classic Hollywoodmynd þó svo að plottið sé skjóta, spyrja og drepa, þá er eitthvað dulið andrúmsloft yfir henni.

Þú ert leiddur í gegnum mynda með því að það er alltaf einhver annar sem drap gamla konu í buð sem virtist í fyrstu bara vera enn eitt búðarránið en í ljós kom að þetta var skipulögð aftaka(Svona er þessu lýst aftan á myndinni)

en það eru 4 bræður allir munaðarleysingjar og eiga það eitt sameignilegt að gamla konan ættleddi þá.

Eins og ég skrifaði hér áðann er plottið spyrja, drepa, skjóta en hún er einhvernveginn svo allt annað en það þetta er saga fólks við fátæktarmörkin, þetta er saga lögrelglumanns sem var einn af þessu fólki, en þar sem hann hefur nælt stjörnu í barminn á sér treystir honum enginn.



ég mæli með þessari mynd fyrir alla, ég veit að þessi lýsing er sundurtætt en ég vildi alls ekki vera með neinn einasta óþarfa spolier.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fór á þessa mynd í gær. Beið alltaf eftir að hún byrjaði en það gerðist aldrei. Man eftir tveimur atriðum þar sem ég brosti eitthvað en aldrei spennandi. Allt í lagi að taka þessa mynd á dvd eða vídeo en um að gera að spara sér 800 krónurnar. Wahlberg er alltaf góður en aðrir leikarar þurfa lítið að hafa fyrir hlutunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.12.2013

Frá botninum á toppinn

Þau eru mörg vötnin sem runnið hafa til sjávar síðan Mark Wahlberg var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 1988 fyrir misheppnað rán og líkamsárás á mennina sem hann ætlaði að ræna. Mark Robert Michael Wahlberg fæddist í Boston þann 5. júní árið 1971 og er yngst...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn